Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

104. fundur 05. febrúar 2003 kl. 18:00 - 19:45

104. fundur atvinnumálanefndar var haldinn miðvikud. 5. febrúar 2003 á bæjarskrifstofunum, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:00.

_______________________________________________________________

 

Mættir: Guðni Tryggvason, formaður,
 Pétur Svanbergsson,
 Guðrún Elsa Gunnarsdóttir
 Ástríður Andrésdóttir,
 Þórður Þ. Þórðarson.

 

Auk þeirra bæjarritari Jón Pálmi Pálsson, sem einnig ritaði fundargerð, ásamt markaðsfulltrúunum Magnúsi Magnússyni og Rakel Óskarsdóttur.

______________________________________________________________

Fyrir tekið:

 

1. Erindi frá bæjarstjórn um viðurkenningar til fyrirtækja fyrir árangur í nýsköpun eða annarri starfsemi.
Í framhaldi af umræðum á síðasta fundi nefndarinnar samþykkti nefndin fyrirliggjandi tillögu markaðsfulltrúa að reglum um val á fyrirtæki og sprotafyrirtæki ársins á Akranesi. Tillagan send bæjarráði til afgreiðslu.

 

2. Erindi frá bæjarstjórn um að nefndin leggi fram tillögu um námskeið fyrir fólk í stjórnun og atvinnurekstri.
Í framhaldi af umræðum á síðasta fundi nefndarinnar var lögð fram tillaga markaðsfulltrúa um samstarf við Símenntunarmiðstöð Vesturlands um víðtæka könnun á endurmenntunarþörf á Akranesi. Atvinnumálanefnd leggur til við bæjarráð að samið verði við Símenntunarmiðstöðina á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs. 

 

3. Erindi frá bæjarstjórn um að kanna möguleika á aukningu sveigjanleika á vinnutíma m.a. til að auðvelda atvinnuþátttöku.
Í framhaldi af umræðum á síðasta fundi samþykkti nefndin fyrirliggjandi drög að spurningalista, sem unninn var af markaðsfulltrúum, til forstöðumanna 10 stærstu fyrirtækjanna á Akranesi þar sem könnuð verður þörf fyrir breytingum er lúta að þjónustu bæjarfélagsins við starfsmenn þessara fyrirtækja.

 

4. Atvinnuvegasýning á Akranesi haustið 2003.
Vegna fyrirhugaðrar atvinnuvegasýningar á vegum Markaðsráðs Akraness haustið 2003 samþykkir atvinnumálanefnd eftirfarandi:
?Atvinnumálanefnd Akraneskaupstaðar fagnar þeirri ákvörðun Markaðsráðs Akraness að stefnt skuli að atvinnuvegasýningu á Akranesi haustið 2003, enda telur nefndin að slíkt muni efla atvinnulífið á staðnum og vekja athygli á þeirri fjölbreyttu flóru fyrirtækja sem hér stunda starfsemi. Jafnframt hvetur nefndin til þess að Akraneskaupstaður leggi Markaðsráði til aðstöðu í íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum þá daga sem sýningin stendur yfir auk undirbúnings- og frágangstíma dagana 24.-30. september 2003.?

 

5. Starfslýsing markaðs- og atvinnuskrifstofu Akraneskaupstaðar.
Fyrirliggjandi drög rædd og samþykkt af hálfu nefndarinnar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.


6. Styrkumsókn frá Eflingu Stykkishólms vegna fyrirhugaðrar atvinnuvegasýningar í Stykkishólmi í maí 2003.
Nefndin getur ekki tekið jákvætt í erindið, en hvetur fyrirtæki á Akranesi til að meta vænleika þess að taka þátt í sýningunni til markaðssetningar og kynningar á starfsemi sinni.

 

7. Rafrænt samfélag.
Markaðsfulltrúi kynnti málið. Ákveðið að nefndarmenn komi með tillögur um verkefni sem fallið gætu undir umsóknina.

 

8. Önnur mál.
Bæjarritari og markaðsfulltrúi gerðu grein fyrir viðræðum sínum við ritstjóra og ritstjórnarfulltrúa Morgunblaðsins þess efnis að blaðið komi á sérstakri Vesturlandssíðu sem birt yrði vikulega á síðum blaðsins.  
 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:45.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00