Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

103. fundur 15. janúar 2003 kl. 18:15 - 21:00

103. fundur atvinnumálanefndar var haldinn miðvikudaginn 15. janúar 2003 á bæjarskrifstofunum, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:15.

_____________________________________________________________

 

Mættir: Guðni Tryggvason, formaður,
 Ástríður Andrésdóttir,
 Þórður Þ. Þórðarson.
Markaðsfulltrúi: Magnús Magnússon.

_____________________________________________________________

 

Fyrir tekið:

 

1. Erindi frá bæjarstjórn um viðurkenningar til fyrirtækja fyrir árangur í nýsköpun eða annarri starfsemi.
Rætt var um með hvaða móti standa ætti að slíku vali. Tillaga um fyrirkomulag í samráði við umræður á fundinum verður lögð fyrir næsta fund atvinnumálanefndar.


2. Erindi frá bæjarstjórn um að nefndin leggi fram tillögu um námskeið fyrir fólk í stjórnun og atvinnurekstri.
Málið rætt og svohljóðandi tillaga samþykkt. ?Nefndin felur markaðsfulltrúum að taka saman upplýsingar um námsframboð á svæðinu og nágrenninu. Einnig verði leitað til Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands um að framkvæma þarfagreiningu meðal fyrirtækja og stofnana á Akranesi um þörf fyrir endurmenntun.?


3. Erindi frá bæjarstjórn um að kanna möguleika á aukningu sveigjanleika í vinnutíma m.a. til að auðvelda atvinnuþátttöku.
Markaðsfulltrúum falið að gera tillögur að spurningalistum til 10 stærstu fyrirtækja á Akranesi ? stjórnenda og almennra starfsmanna, þar sem könnuð verður þörf á aðgerðum hins opinbera til að koma til móts við þarfir um sveigjanlegan vinnutíma. Drög að spurningalista lagður fyrir næsta fund nefndarinnar.


4. Ábendingar frá Jakobi Þór Haraldssyni hjá fyrirtækinu Common Sence vegna Skaginn skorar ? blaðsins sem kom út í nóvemberlok.
Lagt fram.


5. Starfslýsing markaðsskrifstofu.
Lögð fram til umræðna og afgreiðslu á næsta fundi.


6. Sagt frá námskeiðinu Seljum meira.
Almenn ánægja var með fyrirkomulag námskeiðsins og þátttaka var góð.


7. Nýsköpun 2003. Sagt frá fyrirhuguðu námskeiði og samkeppni um gerð viðskiptaáætlana, á Akranesi 13. febrúar.
Lagt fram.


8. Önnur mál
a) Lögð fram til umsagnar samningsdrög um Safnasvæðið. Nefndin styður áframhaldandi aðkomu markaðsfulltrúa að verkefnum er tengjast uppbyggingu og markaðssetningu Safnasvæðisins.


b) Lagðar fram nýjustu tölur um skráð atvinnuleysi í sveitarfélaginu.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:00 .

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00