Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

88. fundur 12. júlí 2001 kl. 18:00 - 19:10

88. fundur atvinnumálanefndar, var haldinn fimmtudaginn
12. júlí 2001 í fundarsal bæjarskrifstofu og hófst hann kl. 18:00

Mættir voru: Guðni Tryggvason,
 Elínbjörg Magnúsdóttir,
 Ástríður Andrésdóttir,

Auk þeirra Rakel Óskarsdóttir, markaðsfulltrúi og Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari, sem einnig ritaði fundargerð.

Fyrir tekið:

1. Undirbúningur málþings um atvinnumál (stefnumótun atvinnumálanefndar) á Akranesi í haust.
Atvinnumálanefnd samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að fengin verði aðstoð frá ráðgjafafyrirtækinu Athygli h.f. við undirbúing málþingsins, jafnhliða því verði stefnt að því að gefa út auglýsingablað fyrir Akranes þar sem bærinn og atvinnumálastefna Atvinnumálanefndar verði kynnt.  Stefnt verði að tímasetningu í síðari hluta september n.k.  Markaðsfulltrúa falið að undirbúa málið.

2. Önnur mál.
· Bréf Iðntæknistofnunar kynnt varðandi samstarf um skipulagningu fundar um atvinnumál.
· Bréf Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis dags. 22. júní 2001 kynnt varðandi mótun nýrrar byggðaáætlunar.
· Rætt um málefni Átaks Akraness.
· Rætt um upplýsingagjöf til ferðamanna.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00