Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

73. fundur 21. mars 2000 kl. 17:00 - 18:15
73. fundur atvinnumálanefndar var haldinn þriðjud. 21. mars 2000
í fundarsal bæjarskrifstofu og hófst hann kl. 17:00.

Mættir: Guðni Tryggvason, formaður,
Elínbjörg Magnúsdóttir,
Ástríður Andrésdóttir,
Þórður Þ. Þórðarson.

Auk þeirra Björn S. Lárusson markaðs- og atvinnufulltrúi og Jón Pálmi Pálsson bæjarritari, sem einnig ritaði fundargerð.

Fyrir tekið:

1. Stefnumótunarvinna.
Fyrir nefndinni liggja hugmyndir Iðntæknistofnunar á skiptingu hópa og tímasetningu verkefnisins. Gert er ráð fyrir að starfið hefjist þann 4. apríl n.k.

Leggur stofnunin til að skipað verði í 6 hópa:

1. Stærri fyrirtæki s.s. í matvælaiðnaði, útgerð og öðrum iðnaði.
2. Fyrirtæki og stofnanir í samfélagsþjónustu hins opinbera (sjúkrahús og fl.).
3. Fyrirtæki og stofnanir í samfélagsþjónustu á vegum bæjarfélagsins, t.d. skipulagsmál, S-21 og fl.
4. Verslun, þjónusta og ferðamál.
5. Smærri framleiðslu- og iðnfyrirtæki.
6. Menning, menntamál og íþróttir.

Atvinnumálanefnd samþykkir að stefna að ofangreindri flokkun í starfshópa, þó verði haldið opnu að skipta einstökum hópum upp ef ástæða þykir til.

2. Skipun í starfshópa.

Rætt um skipan í starfshópana, ákveðið að leita til fyrirtækja og einstaklinga um þátttöku í starfshópunum. Markaðs- og atvinnufulltrúa falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum, m.a. með bréfaskriftum við fyrirtæki og beinu sambandi við einstaklinga um að taka sæti í starfshópunum.

3. Önnur mál.

Upplýst var að skrifstofa markaðs- og atvinnufulltrúa og upplýsingamiðstöð var flutt að Kirkjubraut 3 um síðustu mánaðamót.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:15.99
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00