Fara í efni  

Æskulýðs- og félagsmálaráð (2000-2002)

569. fundur 17. janúar 2000 kl. 13:00 - 14:30
569. fundur æskulýðs- og félagsmálaráðs haldinn á félagsmáladeild
Stillholti 16-18, mánud. 17. janúar 2000 og hófst hann kl. 13:00.

Mættir voru:
Inga Sigurðardóttir, formaður,
Tryggvi Bjarnason,
Oddný Valgeirsdóttir,
Heiðrún Janusdóttir,
Hrönn Jónsdóttir.

Auk þeirra félagsmálastjóri, Sólveig Reynisdóttir og deildarfulltrúi fjölskyldudeildar, Sveinborg Kristjánsdóttir, sem einnig ritaði fundargerð. Trúnaðarbók ritar Hrönn Jónsdóttir.

Fundur settur af formanni.

Fyrir tekið:

1. Framfærsla.
Sjá trúnaðarbók.

2. Barnaverndarmál.
Sjá trúnaðarbók.

3. Tvö bréf formanns nemendaverndarráðs Grundaskóla, dags. 10.1.2000.
Málin rædd.
Sjá trúnaðarbók.

4. Dagbók lögreglu, dags. 10.1.2000
Málið kynnt.
Sjá trúnaðarbók

5. Bréf Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra Vesturlandi, dags. 30.12.99., varðandi endurnýjun á liðveislusamningum fyrir einstaklinga með fötlun.
Æskulýðs- og félagsmálaráð samþykkir endurnýjun á liðveislusamningum til loka maí.
Sjá trúnaðarbók.

6. Bréf Landssamtakanna Þroskahjálpar dags. 9.12.1999. Hjálagðar voru ályktanir sem samþykktar voru á landsþingi Landssamtakanna Þroskahjálpar 14.-16. október sl.
Lagt fram.

7. Bréf bæjarritara Jóns Pálma Pálssonar dags. 22.12.1999, varðandi Menntasmiðju kvenna.
Lagt fram.

8. Lagt fram til kynningar lokastaða fjárhagsaðstoðar og barnaverndar fyrir árið 1999.
Lagt fram til kynningar.

9. Félagsleg heimaþjónusta á Akranesi. Lagður fyrir nýr bæklingur frá öldrunarfulltrua varðandi félgslega heimaþjónustu á Akranesi til samþykktar eða synjunar.
Æskulýðs- og félagsmálaráð samþykkir nýja bæklinginn um félagslega heimaþjónustu á Akranesi.

10. Þjónustumat. Lagt fyrir til samþykktar eða synjunar nýtt eyðublað varðandi þjónustumat, frá öldrunarfulltrúa, fyrir einstaklinga sem sækja um félagslega heimaþjónustu.
Æskulýðs- og félagsmálaráð samþykkir nýtt eyðublað varðandi þjónustumat.

11. Bréf Barmaverndarstofu þar sem kynnt var málþing Dómstólaráðs og Barnaverndarstofu um skýrslutökur af börnum.
Málþingið kynnt Æskulýðs- og félagsmálaráði. Æskulýðs og félagsmálaráð óskar eftir því við bæjarráð að Tryggvi Bjarnason sæki málþingið.

12. Næsti fundur var ákveðinn föstudaginn 21. janúar 2000, kl. 8:00.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14:30

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00