Fara í efni  

Stabat Mater - Pergolesi

Föstudaginn langa, 30. mars, munu Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, sópran, Hanna Dóra Sturludóttir, mezzo sópran og kammersveitin Reykjavík Barokk flytja hið undurfagra tónverk Stabat Mater eftir Pergolesi. Kammersveit Reykjavík Barokk er skipað þeim Guðnýju Einarsdóttur, Önnu Hugadóttur, Hildigunni Halldórsdóttur, Ólöfu Sigursveinsdóttur og Diljá Sigursveinsdóttur. Tónskáldið Giovanni Battista Pergolesi (1710-1736) samdi Stabat Mater við latneskt miðaldarljóð og fjallar verkið um sorg Maríu meyjar við krossfestingu sonar síns. Verkið, sem er afar fallegt, var síðasta tónverk Pergolesis og er af mörgum talið hans besta verk. Verkið er skrifað fyrir hljómsveit, sópran og mezzó. Verkið verður flutt tvisvar yfir daginn. Akraneskirkja kl. 14:00 Hjallakirkja kl. 20:00.

Aðgangur er ókeypis.

Verkið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands og Kópavogsbæ.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00