Fara í efni  

Akranes borðar saman

Hugmyndin kviknaði vorið 2020 þegar Hrund Snorradóttir ætlaði að fara af stað með verkefnið "Akranes borðar saman" að frumkvæði Séra Heiðrúnar Helgu Bjarnardóttur í Borgarnesi sem gerði það sama þar. Hugmyndin er að fá öll sem vilja, hvort sem það eru aðflutt eða frumbyggjar á Akranesi til þess að setjast niður og borða saman máltíð fyrir lítið fé.
 
1000 kall á haus fyrir fullorðin, einu sinni í mánuði. 
 
Markmiðið er að efla samfélagsvitund, kynnast bæjarbúum gömlum og nýjum og setjast niður og borða saman, Kynnast, spjalla og hlæja. Þetta eflir nýbúana okkar af innlendum og erlendum uppruna, samtöl og samstaða myndast og jafningjaráðgjöf og vinatengsl myndast vonandi. Ég (Hrund) er tilbúin að kaupa í matin, elda og ganga frá eftir mátíðina.
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00