Fara í efni  

Rakubrennsla á flakki

Raku við eldsmiðjuna á Byggðasafninu í Görðum, Garðaholti 3 á Írskum dögum.

Í Rakubrennslu á flakki eru keramikerar sem kynntust í námi og hafa verið að hittast og brenna saman síðan 2009. Síðustu þrjú sumur hefur hópurinn t.d. farið í heimsókn til Stykkishólms og verið með rakubrennslu hjá Sigríði Erlu í Leir 7. Fólki gefst kostur á að koma og fylgjast með þessari spennandi og hröðu brennsluaðferð og jafnvel versla hluti beint úr ofnunum ef áhugi er á. Í ár ætla fjórir keramikerar búsettir á Akranesi að vera með í brennslunni. Raku er heillandi og hröð brennsluaðferð glerungs á keramiki. Nafnið Raku varð til þegar byrjað var að nota aðferðina í Japan. Leirinn sem notaður er í rakubrennslu þarf að þola þær miklu breytingar sem verða á hitastigi í brennslunni. Hlutirnir eru hrábrenndir í rafmagnsofni áður en að raku-glerungur er settur á og síðan eru þeir brenndir í sérstökum rakuofni við 800-1000°C eða þangað til glerungurinn er orðin seigfljótandi. Hlutirnir eru teknir með töngum úr ofninum og settir í tunnur með sagi. Mikill reykur/sót myndast þegar heitir hlutirnir eru settir í sagið og sest sótið í sprungur á glerungnum og á þá staði sem eru án glerungs og gefur svartan lit. Þegar hlutirnir hafa verið stutta stund í saginu eru þeir teknir úr og kældir niður í bala fullum af vatni.

Þeir sem verða við rakubrennsluna að þessu tilefni eru:

 • Auður Gunnarsdóttir
 • Halldóra Hafsteinsdóttir
 • Ólöf Sæmundsdóttir
 • Hildur Hönna Ásmundsdóttir
 • Arnbjörg Drífa Káradóttir
 • Kolbrún Sigurðardóttir
 • Kolbrún Kjarval
 • María Kristín Óskarsdóttir
 • Hallvarður Níelsson
   
Fara efst
á síðu
 • Akraneskaupstaður 433 1000
 • Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30
 • Stillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449