Fara í efni  

Píanótónleikar Jóns Bjarnasonar

Píanótónleikar Jóns Bjarnasonar í Vinaminni. Á tónleikunum verður myndasýning með skýja- og náttúruljósmyndum, sem Jón hefur tekið, á meðan hann leikur píanótónlist eftir nokkra af helstu meisturum píanóbókmenntanna. Helst ber að nefna Tunglskinsónötu Beethovens, og hina frægu cís moll prelúdíu eftir Rachmaninoff. Ljósmyndunum hefur verið raðað upp með tillilti til stemmningar píanóverkanna sem leiknin eru á tónleikunum. Á efnisskránni eru verk sem ná yfir þróun píanósins og píanótónlistar með verkum eftir J. S. Bach, (1685-1750) Beethoven, Chopin, Liszt, Rachmaninoff, Debussy og endar á Maurice Ravel (1875 –1937). Bösendorfer flygillinn í Vinaminni er frábært hljóðfæri og er sannarlega þess virði að leika þessi verk á eitt af betri hljóðfærum landsins. Jón Bjarnason er organisti við Skálholtsdómkirkju og er auk þess starfandi við níu aðrar kirkjur í Skálholtsprestakalli.

Aðgangseyrir er 2.500 kr. en 1.500 kr. fyrir Kalmansvini.

   
Fara efst
á síðu
  • Fyrirmyndarstofnun 2018
  • Akraneskaupstaður 433 1000
  • Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30
  • Stillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449