Fara í efni  

Írskir dagar

Skagamenn eru af írskum uppruna og það fer ekkert á milli mála. Írar námu land á Skaga á fyrstu árum Íslandsbyggðar en nafnið Akranes kom til síðar og er dregið af kornrækt og akuryrkju sem þótti heppileg á hinu frjósama landi sem er á Akranesi.

Í byrjun júlí ár hvert halda Skagamenn Írska daga hátíðlega til að minnast hinnar írsku arfleifðar sinnar og gera sér glaðan dag um leið. Þessa daga eru brottfluttir Skagamenn kallaðir heim og á Írskum dögum er fjölskyldufólk sérstaklega boðið velkomið í heimsókn á Akranes. Fólk sækir að úr öllum áttum til að drekka í sig írsk-íslenska menningarblöndu, sýna sig og sjá aðra eða hitta vini og ættingja.

Á Írskum dögum fer Akranes í sparibúninginn og eru írsku fánalitirnir áberandi. Allstaðar eru fánar og flögg, borðar og skraut sem minnir á Írland. Þetta er sannkölluð fjölskylduhátíð með fjölbreyttri skemmtun fyrir alla, með götugrillum úti um allan bæ og síðast en ekki síst keppninni um rauðhærðasta Íslendinginn. 
 
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00