Fara í efni  

Fullorðins- og foreldraklifur

Langar þig að klifra en heldur að þú sért of gamall/gömul! Klifurfélag ÍA býður fullorðnum / foreldrum sem eru að jafna sig eftir kosninganótt að prófa klifuræfingu ásamt þjálfara. Uppbygging: Léttar upphitunar- og liðleikaæfingar, klifurveggurinn prófaður, léttar styrktaræfingar og teygjur. Aldur er tala, ekki ástand. Maður er aldrei of gamall, of aumur, of stirður eða of þykkur til að klifra. Klifur er fyrir allan aldur og allt getustig. Eina sem þarf er áhugi, jákvætt viðhorf, lífsgleði og þor. Skráning nauðsynleg: iaklifur@gmail.com, nafn og símanr. 500 kr. framlag fyrir þátttöku til félagsins er vel þegið, kaffi í boði eftir æfingu. Með von um góð viðbrögð, Klifurfélag ÍA.

   
Fara efst
á síðu
  • Fyrirmyndarstofnun 2018
  • Akraneskaupstaður 433 1000
  • Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30
  • Stillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449