Fara í efni  

de:LUX 2018 - Ljósalist á Breiðinni

De:LUX er samnorrænt tónlistar og ljósalistaverkefni þar sem áhersla er lögð á að vinna nýtt verk innan ákveðins tímaramma og á ákveðnum stað. Fyrsta útgáfa (1st Edition) verkefnisins fór fram í Slemmestad í Noregi í byrjun september þar sem nýju verki var varpað á gamlan iðnaðarturn og sýnt sem hluti af Factory Light Festival.

De:LUX er nú væntanlegt til Akraness sem hluti af dagskrá Vökudaga. Unnið verður að nýju verki með hópi íslenskra og norskra listamanna og verður verkinu varpað á gamla olíutankinn á Breiðinni í lok dags 2. og 3. nóvember næstkomandi. Gestum og gangandi er velkomið að upplifa tónlist og ljósalist á einstökum stað.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00