Fara í efni  

Bókmenntaganga; Akranes heima við hafið (endurtekin)

Bókmenntagangan; Akranes heima við hafið, endurtekin frá því á Írskum dögum 29. júní sl.

Bókmenntagangan hefst við Akratorg. Gengið verður um gömlu byggðina á Akranesi með nokkrum áningum. Félagar í Skagaleikflokknum og bæjarbókavörður segja frá og rifja upp endurminningar Baska (Bjarna Skúla Ketilssonar) eins og þær birtast í bók hans. Þær sem koma að frásögninni eru m.a. Guðbjörg Árnadóttir, Hallbera Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Unnur Sigurðardóttir, Þórdís Ingibjartsdóttir og Halldóra Jónsdóttir.

Gangan tekur rúma klukkustund og endar á kaffihúsinu Lesbókinni við Akratorg með tónlistaratriði í umsjón Huldu Gestdóttur og Baldurs Ketilssonar, bróður Baska.

   
Fara efst
á síðu
  • Fyrirmyndarstofnun 2018
  • Akraneskaupstaður 433 1000
  • Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30
  • Stillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449