Fara í efni  

Morgunstund í Brekkubæjarskóla

Morgunstundir í Brekkubæjarskóla skipa stóran sess í skólalífinu. Þær eru alltaf mjög vel sóttar og hafa vakið verðskuldaða athygli víða um land. Á Morgunstundum safnast allir nemendur, starfsfólk, foreldrar og velunnarar skólans saman.  Nokkrir árgangar sjá um að skemmta fólki með atriðum, unglingar stíga á stokk, veittar eru viðurkenningar í anda skólastefnunnar og sungið er saman við undirleik nemenda sem einnig sjá um öll tæknimál og kynningar svo eitthvað sé nefnt. 

 

Fyrsta Morgunstund vetrarins er tileinkuð bænum okkar sem á einmitt stórafmæli um þessar mundir og tengjast atriðin á einhvern hátt Akranesi. 

 

Morgunstundin fer fram föstudaginn 28. október kl. 9.00 í íþróttahúsinu við Vesturgötu. 

Gengið er inn Háholtsmegin. 

 

Frítt inn og allir velkomnir.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00