Fara í efni  

Skipulagsnefnd (2000-2002)

57. fundur 03. október 2000 kl. 13:00 - 16:35
57. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu Stillholti 16-18, þriðjudaginn 3. október 2000, kl. 13:00.

Mættir: Jóhannes Snorrason formaður,
Sigurlína Guðrún Júlíusdóttir,
Edda Agnarsdóttir,
Guðbjartur Hannesson,
Lárus Ársælsson,
Auk þeirra Skúli Lýðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Flatahverfi - deiliskipulag.
Eftirfarandi gögn hafa verið lögð fram til viðbótar:
Uppdráttur nr. 00.102 gerður af AVT - teiknistofunni og yfirfarinn af Ármanni Gunnarssyni, þar sem sýnd eru lóðarmörk erfðafestulands.
Jafnframt lá fyrir umsögn skipulagshöfunda um athugasemdirnar, dags. 26. september sl., unnin að beiðni skipulagsnefndar.

Afgreiðsla athugasemda.

Athugasemdir frá Erni Gunnarssyni hdl. fyrir hönd Ármanns Gunnarssonar við deiliskipulag fyrir Flatahverfi:
?F.h. umbjóðanda míns Ármanns Gunnarssonar, kt. 010137-2339, Steinsstöðum, Akranesi geri ég eftirfarandi athugasemdir við deiliskipulag það sem auglýst hefur verið fyrir Flatahverfi á Akranesi. Í ofangreindu deiliskipulagi er skipulagt landsvæði, sem að talsverðum hluta lýtur umráðum umbjóðanda míns, ýmist samkvæmt beinum eignarétti eða samkvæmt erfðafestu. Þau landsvæði sem um ræðir eru m.a. Steinsstaðir efri og neðri hæð, Garðaland 21, Garðaland 30 og útihús að Steinsstöðum. Að mati umbjóðanda míns er landi því er lýtur umráðum hans ekki rétt lýst í þeim gögnum sem fylgja auglýstu deiliskipulagi og áskilur hann sér því allan rétt til þess að koma að frekari athugasemdum, sem og rétt til þess að krefjast skaðabóta fari svo að réttindi þau er hann á yfir ofangreindu landi verði á einhvern hátt takmörkuð.?

Svar skipulagsnefndar:
Varðandi þann hluta athugasemda Ármanns Gunnarssonar sem snúa að deiliskipulagi klasa 3 og 4 er vísað til uppdráttar nr. 00.102, þar sem kemur fram að lóðamörk Garðalands 30 liggur upp að mörkum deiliskipulags klasa 3 og 4. Athugasemdir Ármanns gefa ekki tilefni til breytinga á deiliskipulagi.

Athugasemdir frá Gyðu Bentsdóttur, Flemming R Madsen, Elsu Sigurðardóttur og Stefáni Lárusi Pálssyni:
?Við, undirrituð, eigendur að íbúðarhúsunum Garðholti og Klapparholti, viljum koma nokkrum athugasemdum á framfæri vegna deiliskipulags klasa 3 í Flatahverfi. Þegar við keyptum húsin okkar var það fyrst og fremst vegna staðsetningar þeirra og nálægðar við óræktað land í útjaðri bæjarins. Fuglalíf er mikið í flóanum í kringum húsin og útsýni óhindrað til Akrafjallsins og Esjunnar. Með deiliskipulagi Flatahverfisins hverfur allt ofangreint að því er okkur sýnist. Í staðinn mun á næstu árum ríkja hér vélahávaði, jarðrask og önnur óþægindi. Það hefur verið lögð mikil vinna í að gera húsin upp að utan sem innan og hér líður okkur vel. Nú sjáum við fyrir okkur að örfáum metrum (ca. 20m.) suðaustan við húsin okkar muni ef til vill rísa allt að 5 hæða íbúðablokk! Þar með hverfur Akrafjallið og Esjan sjónum okkar, sólin mun vart ná að skína fyrr en síðla dags og margra manna byggð er skyndilega risin þar sem kartöflugarðurinn var áður. Við viljum því gjarnan fá svar við því, hvort nálægð áætlaðs byggingareits fyrir blokkina í klasa 3 stenst byggingarreglugerð, þ.e.hvort svo háa blokk megi reisa jafn nálægt húsum okkar og teikningarnar gefa til kynna. Alla vega mun verðmæti eigna okkar rýrna við slíka byggingu svo þétt upp að lóðum húsanna. Þegar lóðasamningarnir renna út (2004 og 2005) virðist okkur einnig gert ráð fyrir að lóðirnar eigi að breytast og jafnvel minnka og erum við hrædd um að verðgildi húsanna muni rýrna enn frekar. Það er engan veginn viðunandi og veltum við fyrir okkur hvort það sé í samræmi við lög. Það er að okkur þrengt á fleiri en einn hátt með deiliskipulaginu, við munum ekki njóta sama friðar og áður og líf okkar mun sæta verulegri röskun. Við erum ánægð með að það skuli þó víða í skipulagsvinnunni tekið tillit til eigna okkar. Hins vegar vekur það áhyggjur að annars staðar virðist gert ráð fyrir að húsin víki fyrir nýbyggingum, sbr. uppdrátt 002 bls. 18. Einnig viljum við benda á að ósamræmi virðist vera milli lóðanúmera í töflu 4.2 bls. 10 og á uppdrætti 001 bls. 17. Vonum við að athugasemdir þessar verði teknar til greina og leggjum til að í stað hárrar íbúðarblokkar verði skipulögð lægri íbúðabyggð í klasa 3.?

Svar skipulagsnefndar:
Svæði það sem deiliskipulagið nær til hefur verið skilgreint sem íbúðasvæði samkvæmt aðalskipulagi síðan árið 1982. Miðað er við að hæð þess hluta fjölbýlishússins sem næst stendur húsunum Garðholt og Klapparholt sé að hámarki 3 hæðir. Fjarlægð byggingareits fjölbýlishúss frá lóðarmörkum uppfyllir kröfur byggingareglugerðar. Minnsta fjarlægð frá mörkum byggingarreits fjölbýlishúss að núverandi húsum við Garðholt og Klapparholt er u.þ.b. 22 m.
Lóðirnar eru afmarkaðar til frambúðar og er eigendum heimilað að byggja við eða fjarlægja húsin, kjósi þeir það. Lóðirnar eru 600m2 skv. lóðaleigusamningum og verða stækkaðar skv. deiliskipulaginu. Athugasemdir íbúa varðandi hæðir hússins eru teknar til greina og hæð fjölbýlishússins takmörkuð næst lóðum þeirra.

Athugasemdir við deiliskipulag Flatahverfis frá Halldóri Stefánssyni:
?Undirritaður gerir athugasemd við grein 4.1 í ofangreindu skipulagi. En þar er kveðið á um að byggingar á samliggjandi fjölbýlishúsalóðum snertist. Þar er átt við fjölbýlishús á lóðum 2-10 í klasa 3. Ég geri athugasemd við þetta og tel galla þess eftirfarandi.
1. Þar sem byggingar verða að tengjast er einungis einum byggingaraðila gefið færi á að byggja fjölbýlishús í þessari atrennu.
2. Ég tel að skjólmyndun, af því húsi sem skipulagið tekur mið af, ofmetna. Tré og runnar eru vænlegri til skjólmyndunar.
3. Skipulagið segir í raun til um hvernig húsið á ofangreinda lóð eigi að líta út. Ég á við með því hvernig byggingareiturinn liggur í vinkil. Ég tel að deiliskipulag eigi ekki að ganga svo langt í því hvernig húsin eiga að líta út.
4. Kveðið er á um 3-5 hæða hús, því ekki að ganga eins langt og reglugerðir heimila og leyfa hærri byggingar.
5. Heimilt að byggja í áföngum. Mjög vafasamt ef tekið er tillit til þeirra íbúa sem koma til með að flytja fyrstir í fjölbýlishúsið.
6. Ég tel að í stað ofangreinds ætti að breyta lóðinni í 2-3 lóðir og þar væri heimilt að reisa allavega 6 hæða hús og þau væru að sjálfsögðu aðskilin. Leiksvæði fyrir börn gæti verið sameiginlegt og skjólmyndun væri náð fram með trjám og runnum.?

Svar skipulagsnefndar:
Með breytingum sem tilgreindar eru hér á eftir er tekið tillit til athugasemda Halldórs Stefánssonar.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulag fyrir klasa 3 og klasa 4 verði samþykkt með eftirfarandi breytingum á deiliskipulagi klasa 3.
1. Heimilt verði að skipta lóð nr. 2-10 í 2 lóðir þannig að ekki sé nauðsynlegt að byggingar snertist, enda sé með öðrum hætti séð fyrir skjólmyndun milli bygginganna.
2. Miða skal við að staðsetning innkeyrslu á lóðirnar nr. 2-10, verði frá húsagötu innan klasa 3.
3. Mörkum byggingareits lóðar nr. 2-10 verði breytt þannig að miðað verði við lágmarks fjarlægðir byggingareglugerðar.
4. Miða skal við byggingar að hámarki 3 hæðir á svæði innan við 30 metra fjarlægð frá lóðarmörkum sem snúa að Garðaholti og Klapparholti.
5. Húsagata við lóðir nr. 12, 14 og 16 skal vera utan lóðamarka lóðanna.
6. Staðsetning bílastæða innan lóðarmarka eins og þau eru sýnd á deiliskipulagsuppdrætti er ekki bindandi.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16:35.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00