Fara í efni  

Samvinna eftir skilnað - SES ráðgjöf

Akraneskaupstaður hefur gert samkomulag við félagsmálaráðuneytið um innleiðingu tilraunaverkefnis Samvinna eftir skilnað, SES.

Í lok síðasta árs gerðu Akraneskaupstaður og félagsmálaráðuneytið með sér samkomulag um innleiðingu tilraunaverkefnis hjá Akraneskaupstað um framkvæmd félagslegrar ráðgjafar sem snýr sérstaklega að skilnaðarráðgjöf og kallast Samvinna eftir skilnað, SES.

SES er fengið frá Danmörku og byggir á rannsóknum sérfræðinga við Háskólann í Kaupmannahöfn um það hvernig best verði staðið að stuðningi við fjölskyldur í skilnaði, svo fyrirbyggja megi vanlíðan, erfið samskipti og ágreining.

Félagsráðgjafar velferðar- og mannréttindasviðs hafa fengið þjálfun og kennslu frá sérfræðingum SES í þeim gagnreyndum aðferðum sem notaðar eru í verkefninu.

Velferðar- og mannréttindasvið Akraneskaupstaðar mun bjóða upp á ráðgjöf og stuðning við foreldra í skilnaðarferlinu og því geta foreldrar sem eru að skilja eða hafa skilið og vilja þiggja stuðning og ráðgjöf sett sig í samband við félagsráðgjafa velferðar- og mannréttindasviðs Akraneskaupstaðar.

Hér er hægt er að sækja um ráðgjöf hjá SES ráðgjöfum í íbúagátt Akraneskaupstaðar.

Frekari upplýsingar um verkefnið má finna á samvinnaeftirskilnad.is


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00