Fara í efni  

Lóðaleigusamningar

Lóðarleigusamningur byggir á réttri skráðri stærð lóðar, skv. mæliblaði. Lóðarleigusamningar eru alla jafna gerðir til 50 ára og er víða komið að endurnýjun samninga í eldri hverfum bæjarins, sem þinglýstir lóðarhafar undirrita, ásamt kaupanda ef um sölu eignar er að ræða.

Í elsta hluta bæjarins eða á neðri Skaganum eru víða eignarlóðir og eru því ekki lóðarleigusamningar á þeim lóðum.

Almennt eru ekki takmarkanir á því að endurnýja lóðarleigusamninga, nema bæjarstjórn ákveði vegna skipulags eða öðrum ástæðum aðra notkun á viðkomandi lóð. Gildur lóðarleigusamningur þarf að vera til staðar, við afsal eignar. Sé lóðarleigusamningur útrunninn er hægt að óska eftir endurnýjun í gegnum þjónustugátt Akraneskaupstaðar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00