Fara í efni  

Laufey rauðhærðasti Íslendingurinn

Laufey Heiða
Laufey Heiða

Rauðhærðasti Íslendingurinn árið 2015 var valinn á Írskum dögum á Akranesi í dag, en það er 17 ára stúlka, Laufey Heiða Reynisdóttir sem vann titilinn. Laufey Heiða býr á Hólmavík og kom á Akranes til að taka þátt í keppninni. Laufey fær að launum ferð til Írlands fyrir tvo með Gaman ferðum.

Efnilegasti rauðhærði Íslendingurinn var einnig valinn og var það Vigdís Birna sem hlaut þann titil og og fékk hún 10 þúsund króna gjafabréf frá Íslandsbanka. Alls voru 29 keppendur skráðir til leiks en í dómnefnd voru fulltrúar frá Hárhúsi Kötlu á Akranesi.

Einmuna veðurblíða er á Akranesi og þúsundir manns staddir á Írskum dögum. Tónleikahald gekk mjög vel í gærkveldi og enginn gisti fangageymslur lögreglunnar. Í kvöld verður brekkusöngur og dansleikurinn Lopapeysan á hafnarsvæðinu.

Myndirnar tók Guðni Hannesson á Akratorgi í dag. Fleiri myndir eru á facebook síðu Akraness og síðunni Írskir dagar.

 

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00