Fara í efni  

Götuviðhald við Garðagrund og Leynisbraut

Búið er að malbika Garðagrund og opna fyrir umferð. Vegfarendur eru beðnir um að fara um með varúð því eftir er að setja kantstein á götuna. Framkvæmdir verða við Garðagrund og Leynisbraut frá 09.08.2021 eitthvað fram í ágústmánuð. Um er að ræða framkvæmdir við setja nýjan kantstein, koma fyrir gönguþverunum og vinnu við annan frágang. Götunum verður ekki lokað, nema ákveðnum hlutum í styttri tíma. Því verða umferðartafir á meðan á framkvæmdum stendur. Vegfarendur eru beðnir um að fara varlega og taka tillit til aðstæðna, á meðan á framkvæmdum stendur. 

 

Skipulags- og umhverfissvið
Akraneskaupstaðar

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00