Fara í efni  

Breyting á opnunartíma þjónustuvers Akraneskaupstaðar

Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum þann 28. febrúar síðastliðinn tillögu um breytingu á opnunartíma þjónustuvers Akraneskaupstaðar. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs og tekur breytingin gildi mánudaginn 18. mars næstkomandi. Opnunartími verður sem hér segir:

  • Mánudaga til fimmtudaga frá kl. 09:00-15:00.
  • Föstudaga frá kl. 09:00-14:00.
  • Opið í hádeginu alla virka daga.

Opnunartími fyrir breytingu er 27½ klukkustund á viku. Tillagan felur í sér þá breytingu að opið verður í 6 klukkustundir á dag frá mánudegi til fimmtudags og á föstudögum í 5 klukkustundir. Samtals verður því opið í 29 klukkustundir á viku sem er aukning um 1½ klukkustund miðað við núverandi opnunartíma. Samhliða þessari breytingu verður opið í hádeginu alla virka daga en ekki lengur lokað frá kl. 12:00-12:30. „Með þessari tilraun að breytingu á opnunartíma erum við að setja okkur það markmið að auka þjónustustig til íbúa og annarra þjónustuþegna og munum við leggja áherslu á að mæla þjónustustigið okkar samhliða árlegri könnun Gallup um þjónustu sveitarfélaga. Þetta skapar okkur aukin tækifæri varðandi mannauðinn okkar en hægt er að þróa störfin og vinna sértækari verkefni og að auki skapast svigrúm fyrir endurmenntun og námskeiðshald." segir Sædís Alexía Sigurmundsdóttir yfirmaður þjónustudeildar. 

Forsendur þessa breytinga eru tvíþættar: Í fyrsta lagi bætt ytri þjónusta við bæjarbúa með opnun í hádeginu en margir nýta þann tíma til að útrétta og sinna erindum af ýmsum toga. Jafnframt vill Akraneskaupstaður tryggja bætta þjónustu til gesta sem sækja fundi og viðtöl á skrifstofunni að morgni og því opnar þjónustuverið kl. 09:00. Í öðru lagi bætt innri þjónusta en þar gegnir þjónustudeildin mikilvægu hlutverki innan bæjarskrifstofunnar. Síðustu ár hafa störf þjónustufulltrúa deildarinnar breyst umtalsvert og fer nú töluvert af tíma þeirra í innri þjónustustörf, annars vegar til forstöðumanna stofnanna og hins vegar til annarra starfsmanna bæjarskrifstofunnar. 

Fundargerð bæjarráðs er aðgengileg hér, liður 7 fyrir nánari upplýsingar.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00