Fara í efni  

Akraneskaupstaður móttekur eingöngu rafræna reikninga frá 1. janúar 2022

Akraneskaupstaður mun frá og með 1. janúar 2022 eingöngu taka við reikningum á rafrænu formi og skulu allir reikningar vegna kaupa á vörum og þjónustu vera með rafrænum hætti. Pappírsreikninga á ekki að senda samhliða rafrænum reikningum. Þetta á við um reikninga stílaða á Akraneskaupstað, Fasteignafélag Akraness ehf, Byggðasafn og Höfða hjúkrunar-, og dvalarheimili.

Pappírsreikningar sem eru útgefnir eftir 1. janúar 2022 munu því verða endursendir og óskað eftir rafrænum reikningum. Reikningar skulu vera á svokölluðu XML-formi og miðlað í gegnum skeytamiðlara. Rétt er að benda á að reikningur sendur sem pdf-skrá með tölvupósti telst ekki rafrænn reikningur.

Mælt er með að söluaðilar gefi út reikninga í sínum kerfum og miðli í gegnum skeytamiðlara. Þjónustuaðilar fjárhagskerfa og skeytamiðlara veita ráðgjöf um útgáfu og miðlun rafrænna reikninga. Aðilum sem eru án bókhaldskerfis er bent á að hægt að er að senda rafræna reikninga á Akraneskaupstað í gegnum eftirfarandi slóð: https://skuffan.is/gattir/akranes

Aðilar sem gefa út reikninga á pappír þurfa eftir sem áður að gefa út löglegan reikning á pappír sem hægt er að senda með þeim rafræna í gegnum fyrrnefnda þjónustusíðu.

Hægt er að hafa samband við starfsmenn fjármáladeildar Akraneskaupstaðar ef óskað er eftir frekari upplýsingum eða aðstoð.

 

Fjármáladeild Akraneskaupstaðar


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00