Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

289. fundur 19. febrúar 2024 kl. 17:00 - 21:15 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
  • Karl Jóhann Haagensen byggingarfulltrúi
  • Lárus Ársælsson umhverfisstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson Sviðsstjóri
Dagskrá

1.Óviðunandi aðstæður fjargeymslu BÍG

2402172

Menningar- og safnanefnd leggur fram til umræðu minnisblað um alvarlegt ástand fjarvarðveislurýmis Byggðasafnsins.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar framkomið erindi og fagnar því að hafist sé handa við þessa vinnu. Til þess að málið geti fengið framvindu þarf að liggja fyrir ítarlegri aðgerðar- og kostnaðaráætlun.
Ráðið leggur til að slíkt sé sett í forgang og unnið sameiginlega milli sviða sem eiga hagsmuni að gæta í þessu máli.

Sviðsstjórum skipulags-og umhverfissviðs og skóla- og fristundasviðs falin frekari úrvinnsla málsins.

2.Höfðasel 15 - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

2402015

Fyrirspurn varðandi umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma að Höfðaseli 15.
Skipulags- og umhverfisráð bendir á að deiliskipulagsvinna stendur yfir varðandi Höfðasel. Skipulagsfulltrúa ásamt skipulagshönnuði falið að ræða við lóðarhafa varðandi heildarskipulag lóðar m.t.t. þeirra þarfa sem liggja fyrir.

3.Deiliskipulag Dalbrautarreitur - Stillholt 23 og Dalbraut 2

2301128

Farið yfir umsókn NH-2 ehf um breytingu á deiliskipulagi Dalbrautarreits vegna Stillholts 23 og Dalbrautar 2, sem unnin er af Tark arkitektum.
Drög að skipulagslýsingu lögð fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

4.Deiliskipulag Dalbrautarreitur norðurhluta

2207011

Vinnslutillaga að deiliskipulagi á norðurhluta Dalbrautarreits.
Lögð fram kynning vegna frumdraga að deiliskipulagi fyrir Dalbrautareit N.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að halda kynningarfund um væntanlega deiliskipulagsbreytingu á reitnum.

5.Suðurgata 98 sólskáli - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

2401337

Fyrirspurn Hallgríms G Sverrissonar um byggingu sólskála á lóðinni Suðurgötu 98. Umrædd lóð er á deiliskipulagi Sementsreits en ekki er heimild í skipulagi að byggja sólskála.
Skipulags- og umhverfisráð getur ekki orðið við erindinu. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi samþykktu þann 12.09.2017, er ekki gert ráð fyrir sólskála ofan á bílskúrum húsa sem standa við Suðurgötu og húshæð bílskúra er ein hæð. Grunnhugmynd deiliskipulags Suðurgötu er að stakstæð hús við götuna séu í anda gamla bæjarins. Sólskálar ofan á þaki bílskúra eru hvorki heimilaðir á deiliskipulagi, né í anda þess.

6.Hagaflöt - rafhleðslur fyrir rafbíla

2311361

Erindi eigenda Holtsflatar 9 varðandi ósk um heimild til uppsetningar hleðslustöðva fyrir rafbíla á bæjarlandi.
Skipulags- og umhverfisráð frestar afgreiðslu á málinu þar til að formlegar reglur um hleðslustöðvar í bæjarlandinu liggja fyrir.

7.Hleðslustöðvar í hverfum - reglur

2401416

Reglur um uppsetningu á hleðslustöðvum í bæjarlandi.
Skipulags- og umhverfisráð vísar tillögu að reglum um hverfahleðslur til bæjarráðs.

8.Viðhald gatna og gangstétta 2024

2301225

Farið yfir áætlun um viðhald gatna og gangstétta 2024.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að eftirfarandi verkefni verði unnin í viðhald gatna á þessu ári:
- Yfirlögn malbiks á Leynisbraut.
- Endurgerð yfirborðs götu neðst á Laugarbraut
- Hönnun á götum og stígum vegna endurgerðar Kirkjubrautar milli Háholts og
Stillholts.

9.Þjóðvegur (gamli) - tímabundin lokun.

2202035

Tímabundin lokun á Elínarvegi
Búið er að loka Elínarvegi norðan við Miðvogsá skv. ákvörðun skipulags- og umhverfisráðs. Þar hefur verið sett þrenging og hlið í þrenginguna. Á báðum endum Elínarvegar hefur vegurinn verið merktur sem botnlangagata.
Þetta er gert til að draga úr gegnumakstri eftir veginum meðfram hestareiðleið á norðurhluta vegarins.
Hliðið skal vera lokað, en er ekki læst og geta neyðaraðilar og aðrir komist í gegn ef með þarf, en skulu alltaf loka hliðinu á eftir sér.
Þetta fyrirkomulag verður fram til loka mars 2025 og verður þá endurskoðað.

10.Ægisbraut - afnot af túni fyrir frjálsar íþróttir.

2401271

Erindi frá Skipaskaga um notkun á grænu svæði við Ægisbraut.
Skipulags- og umhverfisráð vísar erindinu í skóla- og frístundaráð, þar sem um er að ræða beiðni um aðstöðu fyrir íþróttastarfsemi.

11.Álmskógar 17 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2302122

Umsókn um breytingu á skipulagi Skógarhverfis 1. áfanga. Í breytingunni felst að byggður verði sólskáli áfastur við vesturhlið Álmskóga 17 að lóðarmörkum Álmskóga 15. Byggingarreitur stækkar um 22fm, nýtingarhlutfall er óbreytt. Meðfylgjandi gögn sem unnin er af Al-Hönnun ehf, sýna breytingu á skuggavarpi og umfang framkvæmdar.

Endurupptaka máls vegna nýrra gagn sem óskað var eftir.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir lóðarhöfum Álmskóga 15, 18, 19, 20 og við Eikarskóga 8 og 10, þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Fundi slitið - kl. 21:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00