Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

286. fundur 04. janúar 2024 kl. 17:00 - 20:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
  • Karl Jóhann Haagensen byggingarfulltrúi
  • Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
  • Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Deiliskipulag Dalbrautarreitur norðurhluta

2207011

Árni Ólafsson arkitekt hjá Teikna akritektum kynnti hugmyndir að deiliskipulagi á norðurhluta Dalbrautarreits.
Undir þessum dagskrárlið sátu Haraldur Benediktsson bæjarstjóri, Líf Lárusdóttir, Kristinn Hallur Sveinsson, Valgarður Lyngdal Jónsson, Liv Aase Skarstad, Ragnar B. Sæmundsson og Einar Brandsson.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar góða kynningu. Stefnt skal að því að fyrir liggi drög að tillögu á næsta fundi ráðsins.

2.Deiliskipulag Dalbrautarreitur - Stillholt 23 og Dalbraut 2

2301128

Farið yfir umsókn NH-2 ehf um breytingu á deiliskipulagi Dalbrautarreits vegna Stillholts 23 og Dalbrautar 2, sem unnin er af Tark arkitektum.
Skipulagsfulltrúi fór yfir fyrirliggjandi skipulagsgögn. Skipulags-og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Haraldur Benediktsson, Líf Lárusdóttir, Kristinn Hallur Sveinsson, Valgarður Lyngdal Jónsson, Liv Aase Skarstad, Ragnar B. Sæmundsson og Einar Brandsson véku af fundi að loknum þessum dagskrárlið.

3.Deiliskipulag Akratorgsreitur - umsókn um breytingu á Heiðargerði 22

2203103

Umsókn lóðarhafa Lyngháls 1 ehf. um breytingu á deiliskipulagi Akratorgreits vegna lóðarinnar nr. 22 við Heiðargerði. Deiliskipulagsbreytingin er unnin af Sigurbjörgu Helgu Gunnbjörnsdóttur skipulagsfræðingi, dags. 5.6.2023. Í breytingunni felst breyting á atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði, gert ráð fyrir 6 íbúðum á einni hæð í núverandi byggingu, íbúðir verða frá 42 fm til 120 fm. Núverandi form útveggja og þak haldur sér en ný klæðning verður sett utan á húsið og breytingar gerðar á gluggum og hurðum.

Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 14. nóvember til 14. desember 2023 fyrir lóðarhöfum við Merkigerði 12, 16 og 18, Heiðargerði 19, 20, 21, 24 og Kirkjubraut 19, 21, 23.

Þrjár athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi Akratorgsreits vegna lóðarinnar Heiðargerði 22 verði samþykkt. Jafnframt leggur ráðið til að greinargerð skipulagsfulltrúa, sem svar við athugasemdum sem bárust við deiliskipulagsbreytinguna, verði samþykkt sem svör bæjarstjórnar við innsendum athugasemdum.

4.Deiliskipulag Breiðarsvæði - Bárugata 15, breyting

2207007

Breyting á deiliskipulagi Breiðarsvæðis vegna lóðarinnar Bárugötu 15 var auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 11. maí til og með 22. júní 2023. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun óbreytt og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

5.Höfðasel 15 gámar - umsókn um stöðuleyfi

2311356

Sótt er um að setja skrifstofugáma við Höfðasel 15.

Svæðið er ódeiliskipulagt (í vinnslu).

Í dag eru skrifstofugámar sem sótt var um stöðuleyfi fyrir á sínum tíma (2008). Hvorki hefur verið sótt um stöðuleyfi né greitt fyrir það í nokkur ár.

Í október barst byggingarfulltrúa erindi um hvort skipta mætti skrifstofueiningunum út fyrir nýjar og málið var tekið fyrir á fundi skipulags- og umhverfisráðs og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að ekki verði tekin afstaða um uppsetningu gámaeininga fyrr en vinnu við deiliskipulag á svæðinu er lokið. Vinna við gerð deiliskipulags stendur nú yfir.

6.Blue Water Kayak og Hoppland - erindi

2312084

Ósk um bætta aðstöðu fyrir vatnasport á Akranesi.
Erindi lagt fram um bætta aðstöðu fyrir vatnasport á Akranesi. Skipulags-og umhverfisráð felur garðyrkjustjóra að vinna málið áfram.

7.Æðaroddi - rekstrarhringur og brú (Dreyri)

2311169

Reglur frá Hestamannafélaginu Dreyra varðandi rekstrarhring.

Svar frá Vegagerðinni við fyrirspurn um staðsetningu á rekstrarhringnum.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið til reynslu til eins árs.

Fundi slitið - kl. 20:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00