Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

287. fundur 15. janúar 2024 kl. 17:00 - 19:15 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Reiðvegur

2312029

Umsókn stjórnar hestamannafélagsins Dreyra um styrk til viðhalds eldri reiðvega og gerð nýrra.
Skipulags- og umhverfisráð bendir á að fyrir liggur styrkur varðandi endurbætur eða nýja reiðvegi í fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2024 uppá kr. 1,8 millj.kr. Mikilvægt er að við gerð nýrra reiðvega sé horft til hvort þeir séu í samræmi við aðalskipulag hverju sinni. Umhverfisstjóra er falið að ræða við forráðamenn Dreyra um framkvæmd á nýjum reiðleiðum m.a. í samhengi við gangandi og hjólandi vegfarendur.

2.Blue Water Kayak og Hoppland - erindi

2312084

Ósk forsvarsmanna Hopplands ehf. um bætta aðstöðu á Akranesi.
Skipulags- og umhverfisráð getur því miður ekki orðið við erindi Hopplands hvað varðar innviðauppbyggingu á svæðinu. Ráðið leggur til við að forsvarsmenn Hopplands sæki um framlag til innviðauppbyggingar í styrktarsjóð menningarmála Akraneskaupstaðar en vissulega styður starfsemi Hopplands við eflingu mannlífs. Eins eru fleiri styrktarsjóðir t.d. hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi sem hægt er að sækja um í.

Varðandi samstarf með leikjanámskeið þá vísar skipulags- og umhverfisráð þeim þætti til umsagnar hjá skóla- og frístundaráði og felur garðyrkjustjóra og verkefnastjóra æskulýðs og forvarnarmála að rýna betur í samstarfsþáttinn.

3.Suðurgata 57 - gamla Landsbankahúsið

2301247

Farið yfir hugmyndir um skipulag á reitnum í tenglsum við sölu á fasteigninni við Suðurgötu 57.
Skipulags- og umhverfisráð leggur eftirfarandi til við bæjarráð:

- Auglýst verði eftir áhugasömum aðilum til uppbyggingar til að efla miðbæjarstarfsemi og mannlíf.

- Suðurgata 47 verði hluti af útboðs/hugmyndar ferlinu.

- Við yfirferð tilboða/hugmynda verði horft annars vegar til verðs og hins vegar til hugmyndar og uppbyggingar á reitnum.

Ráðið leggur til að þessi vinna verði sameiginlega meðal ráðsins og bæjarráðs.

4.Deiliskipulag Jaðarsbakkar og frumhönnun

2304154

Næstu skref varðandi deiliskipulagsvinnu að Jaðarbökkum.
Skipulags- og umhverfisráð lýsir yfir ánægju með góðan íbúafund varðandi skipulag á Jaðarsbökkum sem haldinn var 10. janúar sl.

Ákall var á þeim fundi um frekara samráð um skipulagið. Skipulags- og umhverfiráð felur því skipulagsfulltrúa að koma með hugmyndir um vinnufund varðandi frekari samráð um skipulag á Jaðarsbökkum.

5.Stefnumótun Akraneskaupstaðar

2209259

Stefnumótun Akraneskaupstaðar var samþykkt í bæjarráði þann 11. janúar sl. og vísað til málsmeðferðar hjá fagráðum og nefndum og gert ráð fyrir að málið komi til endanlegrar málsmeðferðar í bæjarstjórn Akraness þann 23. janúar nk.
Skipulags- og umhverfisráð fagnar þeirri góðu vinnu sem viðhöfð hefur verið við stefnumótun Akraneskaupstaðar. Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti þá stefnumótun sem lögð var fyrir bæjarráð 11. janúar sl.
Varðandi framhaldið verði horft til aðgerðaráætlunar til að hrinda stefnunni í framkvæmd með skýrum mælanlegum markmiðum þar sem það á við.

6.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2024 - 2027

2309268

Fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun yfirfarin.
Sviðsstjóri fór yfir fyrirliggjndi fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2024-2027.

7.Álfalundur - frágangur götu við leikskólann Garðasel

2309083

Beiðni íbúa við Álfalund um breytingu á skipulagi við frágang á götu við leikskólann Garðasel. Skipulagsfulltrúa var falið að vinna málið áfram.
Skipulags- og umhverfisráð getur ekki orðið við beiðni um fjölgun bílastæða. Rekstrarstjóra áhaldahúss falið að láta mála bílastæði í nærliggjandi götum til að skilgreina núverandi bílastæði.

Fundi slitið - kl. 19:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00