Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

279. fundur 02. október 2023 kl. 17:00 - 20:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
  • Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri
  • Lárus Ársælsson umhverfisstjóri
Fundargerð ritaði: Lárus Ársælsson umhverfisstjóri
Dagskrá

1.Endurgerð gatna 2024

2308070

Tillaga um undirbúning framkvæmda í viðhaldi gatna 2024.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um að hefja undirbúning að endurgerð Kalmansvalla á árinu 2024, vegna beiðni Veitna um endurnýjun á lögnum. Einnig að undirbúa endurgerð á Stillholti við Dalbraut og Laugarbraut.

2.Vatnsrannsóknir á Akranesi

2306149

Tillaga um næstu skref í vatnsrannsóknum.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að fela Verkís að halda áfram með vatnsrannsóknir á Akranesi. Lögð er áhersla á eftirfarandi verkþætti:
-Halda áfram mælingum í vetur með síritum og vettvangsmælingu í sýnaholum til að öðlast meiri skilning á grunnvatnsstreyminu á svæðinu.
-Finna skýringu á hárri vatnsstöðu í lóðum milli Vesturgötu og grjótgarðs, s.s. með könnunarholum, og skoða lekt jarðlaga og fyllinga.
-Kanna betur hugsanlegan uppruna grunnvatns með sýnatöku úr sýnaholum og efnagreiningu.
-Kanna skýringar á háu hitastigi á grunnvatni á svæðinu, m.a. við Grundartún.
Umhverfisstjóra er falið að hafa umsjón með verkefninu.

3.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2024 - 2027

2309268

Drög að Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2024.
Sviðsstjóri fór yfir drög að fjárfestingar- og framkvæmdaráætlun 2024.

4.Sundabraut - aðalskipulagsbreyting og umhverfismat

2309230

Sundabraut - aðalskipulagsbreyting og umhverfismat. Verklýsing Reykjavíkurborgar til kynningar.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að vinna umsögn vegna aðalskipulagsbreytingar vegna fyrirhugaðar framkvæmdar við Sundabraut.

5.Þjóðvegur - breyting á götunafni

2212011

Hugmyndir að breyttu nafni á gamla Þjóðveginn sem liggur frá Æðarodda að Hausthúsatorgi.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að vegurinn frá Hausthúsatorgi að Akrafjallsvegi við Höfðasel, sem núna nefnist Þjóðvegur, fái nafnið Elínarvegur.

6.Tilkynning um truflun á umferð

2309273

Kynning á tilkynningarferli vegna truflunar á umferð
Umhverfisstjóri kynnti form í þjónustugátt Akraneskaupstaðar sem tryggir að upplýsingar um lokun á umferðargötum frá framkvæmdaraðilum berist til aðila sem sinna neyðarþjónustu og fólksflutningum.

7.Skógarlundur 5 hækkun á nhl lóðar - umsókn til skipulagsfulltrúa

2309220

Umsókn lóðarhafa að Skógarlundi 5 um að hækka nýtingarhlutfall lóðarinnar í 0.38 úr 0.35. Heimilað byggingarmagn verður 323.8 fermetrar. Annað er óbreytt.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir lóðarhöfum að Skógarlundi 2, 3, 4, 6 og 7.

8.Skógarlundur 7 hækkun á nhl lóðar - umsókn til skipulagsfulltrúa

2309227

Umsókn lóðarhafa að Skógarlundi 7, um að hækka nýtingarhlutfall í 0.38 úr 0.35. Heimilað byggingarmagn verður 316.5 fermetrar. Heimilt verði að fjórðungur hússins verði stallaður. Annað er óbreytt.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir lóðarhöfum að Skógarlundi 5,4,6 og 8.

9.Deiiskipulag Akratorgsreit Kirkjubraut 1 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2309252

Umsókn lóðarhafa að Kirkjubraut 1, um að fremri byggingin á lóðinni við Kirkjubraut 1 verði í heild sinni klædd að utan með báruklæðningu, með þeim formerkjum að allur frágangur á klæðningu verði í samræmi við byggingarstíl frá þeim tíma sem húsið er byggt.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir lóðarhöfum að Kirkjubraut 2, 3 og 4-6, Skólabraut 37 og Heiðargerði 6 og 8.

10.Kirkjubraut 4-6 n.h. breyting í íbúðir - umsókn til skipulagsfulltrúa

2309253

Fyrirspurn frá lóðarhafa að Kirkjubraut 4-6, um breytingu á neðri hæð húss. Í breytingunni felst að rými sem nú tilheyrir verslun og þjónustu á jarðhæð verði breytt í þrjár íbúðir með aðkoma bæði frá Kirkjubraut og Suðurgötu.
Skipulags- og umhverfisráð tekur neikvætt í fyrirspurnina, þar sem fyrir liggur stefnumótun í aðalskipulagi um miðbæjarstarfsemi á svæðinu.

11.Deiliskipulag Dalbrautarreitur - norðurhluti

2207011

Skipulagslýsing lögð fram vegna breytingar á deiliskipulagi Dalbrautar - Þjóðbrautar. Breyting á svæðinu felst í uppbyggingu íbúðabyggðar en í Aðalskipulagi Akraness 2021- 2033 er svæðið skilgreint sem íbúðabyggð, svæði ÍB - 141.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði auglýst og kynnt.

12.Umhverfisviðurkenningar 2023

2308058

Tillögur um Umhverfisviðurkenningar 2023
Skipulags- og umhverfisráðs samþykkir veitingu Umhverfisviðurkenninga 2023. Viðurkenningar verða afhentar við setningu Vökudaga.

13.Umferðaröryggi - stoppistöð við Háholt

2205012

Farið yfir bréf frá foreldrafélagi Brekkubæjarskóla er varðar framkvæmdir í íþróttahúsi og umferðaröryggi. Tillaga umhverfisstjóra um breytta staðsetningu á stoppistöð við Háholt
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að stoppistöðin verði færð til austur eftir Háholti til móts við Brekkubraut. Tillagan verði send á hagsmunaaðila til kynningar.
Umhverfisstjóra falið að skoða gönguleiðir í nágrenninu.

Fundi slitið - kl. 20:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00