Fara í efni  

Bæjarstjórn

1388. fundur 13. febrúar 2024 kl. 17:00 - 17:56 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Ragnar B. Sæmundsson 2. varaforseti
  • Líf Lárusdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson aðalmaður
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
  • Magni Grétarsson varamaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir varamaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.

1.Stefnumótun Akraneskaupstaðar

2209259

Heildarstefna Akraneskaupstaðar vegna tímabilsins 2024 til og með 2030 til ákvörðunar bæjarstjórnar.
Til máls tóku:
SAS, LL, VLJ úr stóli forseta.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa heildarstefnu Akraneskaupstaðar vegna tímabilsins 2024 til og með 2030 til síðari umræðu sem fer fram þann 27. febrúar nk.

Samþykkt 9:0

Hlé gert á fundinum vegna bilunar í búnaði.

Fundi framhaldið eftir um 10 mínútna hlé.

2.Heiðursborgarar Akraneskaupstaðar - breyting á reglum

2402149

Bæjarráð gerir tillögu til bæjarstjórnar Akraness um breytingu á reglum Akraneskaupstaðar frá árinu 2017 um val og útnefningu heiðursborgara Akraness, þannig að bæjarfulltrúum á hverjum tíma, yrði veitt svigrúm til afturköllunar eða niðurfellingu heiðursborgaranafnbótarinnar, komi upp síðar aðstæður, upplýsingar eða atvik, sem kollvarpa ímynd þess einstaklings sem í hlut á hverju sinni.
Bæjarstjórn samþykkir breyttar reglur um heiðursborgara Akraness sem taki þegar gildi.

Samþykkt 9:0

3.Heiðursborgarar Akraneskaupstaðar

2311359

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 25. janúar sl., í ljósi yfirlýsingar KFUM og KFUK og upplýsinga sem þar koma fram, að leggja til við bæjarstjórn Akraness, að nafn Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM og KFUK, yrði fjarlægt af lista yfir heiðursborgara á Akranesi en þann titil veitti bæjarstjórn Akraness honum árið 1947 í tilefni þess að þá voru 35 ár frá stofnun KFUM á Akranesi.



Bæjarstjórn samþykkir að fjarlægja nafn Sr. Friðriks Friðrikssonar af lista yfir heiðursborgara Akraness.

Samþykkt 9:0

4.Reglur um fæði starfsmanna Akraneskaupstaðar (matarmiðar)

2401144

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 25. janúar sl. að verðgildi matarmiða Akraneskaupstaðar verði kr. 2.000 frá og með 1. febrúar 2024.



Jafnframt samþykkti bæjarráð að framvegis yrði tenging verðgildis matarmiðans við árlega hækkun starfsmannahlutans, og gildi ný fjárhæð frá 1. febrúar ár hvert.



Bæjarráð vísaði ákvörðuninni til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.
Bæjarstjórn samþykkir uppfærðar reglur Akraneskaupstaðar um matarmiða.

Samþykkt 9:0

5.Deiliskipulag Akraneshöfn

2306198

Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar skipulagsvinnu Akraneshafnar. Skipulagssvæðið er hluti hafnarsvæðis H-102 þar sem gert er ráð fyrir landfyllingu sem ætluð er hafnsækinni starfsemi. Gert er ráð fyrir lengingu hafnarkants og um 6 ha. landfyllingu sunnan núverandi sjóvarnargarðs.



Skipulags og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsing verði auglýst og kynnt.
Til máls tók:
EBr.

Bæjarstjórn samþykkir að skipulagslýsing vegna Akraneshafnar verði auglýst og kynnt.

Samþykkt 9:0

6.Deiliskipulag Flatarhverfi klasi 5 og 6 Innnesvegur 1 Breyting - umsókn til Skipulagsfulltúra

2308168

Umsókn Löðurs ehf. um breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2021-2033 og deiliskipulagi Flatahverfis klasi 5 og klasi 6 vegna Innnesvegar 1. Sótt er um að breyta notkun á lóð, að heimilt verði að hafa bílaþvottastöð, bílverkstæði og verslun í núverandi húsnæði á lóð. Lögð er fram að nýju skipulagslýsing vegna fyrirhugaðra breytinga ásamt fylgiskjölum.



Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing ásamt fylgigögnum verði auglýst og kynnt.
Til máls tóku:
GIG og VLJ úr stóli forseta.

Bæjarstjórn samþykkir að skipulagslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Akraness 2021-2033 og deiliskipulagi Flatahverfis klasa 5 og klasa 6 vegna Innnesvegar 1, verði auglýst og kynnt.

Samþykkt 9:0

7.Smiðjuvellir 4, breyting á deiliskipulagi - dreifistöð

2310289

Umsókn Vignis G. Jónssonar ehf. lóðarhafa Smiðjuvalla 4 um breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla. Breytingin felst í að stækka núverandi byggingarreit til að byggja dreifistöð rafmagns á lóð. Dreifistöðin mun standa allt að 1,7 m frá lóðarmörkum, kvaðir verða um aðkomu að henni og um aðgengi að lögnum meðfram Þjóðbraut. Hámarkshæð byggingar verður 3,1 m, útlit byggingar verður samskonar og núverandi hús og litur á þaki dökkur.

Erindið var grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. frá 18.desember 2023 til 25. janúar 2024. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum að Smiðjuvöllum 2, Esjubraut 49, Hagaflöt 11, Innnesvegi 1, Dalbraut 16, Skarðsbraut 17-19 og Þjóðbraut 13 og 13A.

Þrjú samþykki bárust.



Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni er í höndum lóðarhafa.
Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagsbreytingu vegna Smiðjuvalla 4 og að breytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0

Allur kostnaður sem hlýst af deiliskipulagsbreytingunni verður á höndum lóðarhafa.

8.Fundargerðir 2024 - bæjarráð

2401002

3554. fundargerð bæjarráðs frá 25. janúar 2024.
Til máls tók:
LL um dagskrárlið nr. 3.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2024 - skóla- og frístundaráð

2401004

233. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 7. febrúar 2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2024 - skipulags- og umhverfisráð

2401005

288. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 5. febrúar 2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2024 - velferðar- og mannréttindaráð

2401003

218. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 30. janúar 2024.

219. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 6. febrúar 2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2024 - Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynningar

2401028

942. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. janúar 2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:56.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00