Fara í efni  

Bæjarstjórn

1386. fundur 09. janúar 2024 kl. 17:00 - 17:22 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Ragnar B. Sæmundsson 2. varaforseti
  • Líf Lárusdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad aðalmaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir varamaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til þessa fyrsta fundar ársins 2024.

1.Deiliskipulag Krókalón - Krókatún 18, stækkun íbúðarhúss

2209234

Umsókn lóðarhafa um niðurrif á núverandi bílskúr og að reisa í stað hans viðbyggingu við núverandi íbúðarhús, allt að 76 fm á einni hæð. Nýju bílastæði verður komið fyrir við lóðarmörk Krókatúns 20 og byggingarreitur er stækkaður til vesturs. Heildarbyggingarmagn innan lóðar verður allt að 240 fm sem er aukning um 48,8 fm. Nýtingarhlutfall verður 0,48.



Umsóknin var grenndarkynnt skv. 2 mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010, frá 7. nóvember til 7. desember 2023 fyrir lóðarhöfum að Krókatúni nr. 9, nr. 11, nr. 13, nr. 14, nr. 15, nr. 16 og nr. 20. Þrjú samþykki bárust og engar athugasemdir.



Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni er í höndum lóðarhafa.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir deiliskipulagsbreytingu vegna Krókatúns 18 og að breytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni fellur á lóðarhafa.

Samþykkt 9:0

Breytingin felur í sér heimild til niðurrifs bílskúrs og að reisa viðbyggingu við núverandi íbúðarhús Krókatúns 18, allt að 76 fm á einnig hæð. Nýju bílastæði verður komið fyrir við lóðarmörk Krókatúns 20 og byggingarreitur stækkaður til vesturs. Heildarbyggingarmagn innan lóðar verður allt að 240 fm og nýtingarhlutfall verður 0,48.

2.Deiliskipulag Breiðarsvæði - Bárugata 15, breyting

2207007

Breyting á deiliskipulagi Breiðarsvæðis vegna lóðarinnar Bárugötu 15 var auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 11. maí til og með 22. júní 2023. Engar athugasemdir bárust.



Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun óbreytt og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir deiliskipulagsbreytingu Breiðarsvæðis vegna Bárugötu 15, að breytingi verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0

3.Deiliskipulag Akratorgsreitur - umsókn um breytingu á Heiðargerði 22

2203103

Umsókn lóðarhafa Lyngháls 1 ehf. um breytingu á deiliskipulagi Akratorgreits vegna lóðarinnar nr. 22 við Heiðargerði. Deiliskipulagsbreytingin er unnin af Sigurbjörgu Helgu Gunnbjörnsdóttur skipulagsfræðingi, dags. 5.6.2023. Í breytingunni felst breyting á atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði, gert er ráð fyrir 6 íbúðum á einni hæð í núverandi byggingu, íbúðir verða frá 42 fm til 120 fm. Núverandi form útveggja og þak heldur sér en ný klæðning verður sett utan á húsið og breytingar gerðar á gluggum og hurðum.



Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 14. nóvember til 14. desember 2023 fyrir lóðarhöfum við Merkigerði nr. 12, nr. 16 og nr. 18, Heiðargerði nr. 19, nr. 20, nr. 21, nr. 24 og Kirkjubraut nr. 19, nr. 21 og nr. 23.

Þrjár athugasemdir bárust.



Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi Akratorgsreits vegna lóðarinnar Heiðargerði 22 verði samþykkt. Jafnframt leggur ráðið til að greinargerð skipulagsfulltrúa, sem svar við athugasemdum sem bárust við deiliskipulagsbreytinguna, verði samþykkt sem svör bæjarstjórnar við innsendum athugasemdum.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir deiliskipulagsbreytingu Akratorgsreitar vegna Heiðargerðis 22 og að greinargerð skipulagsfulltrúa verði svör bæjarstjórnar við innsendum athugasemdum.

Samþykkt 9:0

Breytingin felst í breytingu á atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði, gert er ráð fyrir 6 íbúðum á einni hæð í núverandi byggingu og að íbúðir verði frá 42 fm. til 120 fm. Núverandi form útveggja og þak heldur sér en ný klæðning verður sett utan á húsið og breytingar gerðar á gluggum og hurðum.

4.Fundargerðir 2023 - skóla- og frístundaráð

2301004

230. fundargerð skóla- og frístundaraðs frá 20. desember 2023.
Forseti gerir það að tillögu sinni að mál nr. 4 og nr. 5 verði tekin saman til umræðu undir dagskrárlið nr. 4.

Engar athugasemdir hreyfðar við tillögu forseta.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fundargerðir 2024 - skóla- og frístundaráð

2401004

231. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 3. janúar 2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2023 - velferðar- og mannréttindaráð

2301003

216. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 19. desember 2023.
Til máls tóku:
RBS um dagskrárlið nr. 3.
KHS um dagskrárlið nr. 3.
VLJ úr stóli forseta um dagskrárlið nr. 3.
RBS um dagskrárlið nr. 3.
KHS um dagskrárlið nr. 3.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2024 - skipulags- og umhverfisráð

2401005

286. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 4. janúar 2024.
Til máls tóku:
SAS um dagskrárliði nr. 1 og nr. 6.
KHS um dagskrárlið nr. 1.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2023 - SSV

2301016

178. fundargerð stjórnar SSV frá 29. nóvember 2023.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2023 - Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynningar

2301031

940. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15. desember 2023.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:22.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00