Fara í efni  

Bæjarstjórn

1381. fundur 24. október 2023 kl. 17:00 - 17:47 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Ragnar B. Sæmundsson 2. varaforseti
  • Líf Lárusdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad aðalmaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.

Áður en gengið er til dagskrár hefur Líf Lárusdóttir,formaður bæjarráðs, óskað eftir að taka til máls og forseti fallist á það.

LL gerir grein fyrir atburðum dagsins, sem helgaður er baráttu kvenna og kvár fyrir jöfnum kjörum o.fl. og vakið hefur heimsathygli.

Valgarður L. Jónsson, úr stóli forseta, tekur einnig til máls um mikilvægi þessa dags.

1.Fjárhagsáætlun Höfða 2023 - viðauki 1

2310029

Viðauki 1 við fjárhagsáætlun Höfða 2023 sem samþykktur var á fundi stjórnar Höfða 2. október 2023.

Viðaukinn gerir ráð fyrir að bættri rekstrarniðurstöðu ársins 2023 en frá upphaflegri áætlun. Gert er nú ráð fyrir að rekstrarniðurstaða ársins verði neikvæð um 88,5 m.kr. í stað neikvæðrar afkomu að fjárhæð 113,7 m.kr.



Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 12. október 2023 viðauka nr. 14 við fjárhagsáætlun 2023 en í þessu felst betri rekstrarniðurstaða hjá samstæðu Akraneskaupstaðar sem nemur 25,2 m.kr. Bæjarráð vísar viðaukanum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.
Til máls tók:
EBr.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 14 við fjárhagsáætlun ársins 2023 en tilvitnaður viðauki er vegna viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun Höfða sem felur í sér bætta rekstrarnðurstöðu hjá samstæðu Akraneskaupstaðar sem nemur 25,2 m.kr.

Samþykk 9:0

2.Sundabraut - aðalskipulagsbreyting og umhverfismat

2309230

Sundabraut, umsögn vegna aðalskipulags Reykjavíkurborgar.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi greinargerð skipulagsfulltrúa með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.
Til máls tók:
KHS.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi greinargerð skipulagsfulltrúa Akraneskaupstaðar sem umsögn bæjarstjórnar Akraness vegna aðalskipulags Reykjavíkurborgar.

Samþykkt 9:0

3.Sundabraut og Akranes - kynningarfundir og umsögn í skipulagsgátt

2309229

Umsögn til Vegagerðar, vegna matsáætlunar Sundabrautar.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi greinargerð bæjarstjóra með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi greinargerð bæjarstjóra Akraneskaupstaðar sem umsögn bæjarstjórnar Akraness til Vegargerðar vegna matsáætlunar Sundabrautar.

Samþykkt 9:0

4.Fjármál sveitarfélaga - eftirlitsnefnd

2303006

Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga til sveitarstjórnar vegna ársreiknings 2022.
Lagt fram.

Bæjarstjórn Akraness er vel meðvituð um ábyrgð og skyldur sínar samkvæmt sveitarstjórnarlögum m.a. hvað varðar fjárhagsleg viðmið m.t.t. jafnvægis- og skuldareglu. Í aðdraganda og samþykkt fjárhagsáætlunar ár hvert eru viðmiðin ávallt til skoðunar en sem kunnugt er var sveitarstjórnum veitt heimild skv. bráðabirgðaákvæði VII í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2022 1til að víkja frá tilvitnuðum meginreglum út árið 2025. Framlegaðarhlutfallið er eina skilyrðið sem Akraneskaupstaður stóðst ekki árið 2022 en áætlunarvinnan nú miðast að því að standast hlutfallið árið 2026 og vonandi þegar árið 2025.

Samþykkt 9:0

5.Fundargerðir 2023 - bæjarráð

2301002

3544. fundargerð bæjarráðs þann 12. október 2023

3545. fundargerð bæjarráðs frá 19. október 2023.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2023 - skipulags- og umhverfisráð

2301005

280. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 16. október 2023.
Til máls tóku:
KHS.
RBS um dagskrárlið nr. 1.
GIG um dagskrárlið nr. 1.
KHS um dagskrárlið nr. 1.
LÁS um dagskrárlið nr. 1.
RBS um dagskrárliði nr. 7 og nr. 8.
VLJ úr stóli forseta um dagskrárliði nr. 7 og nr. 8.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2023 - skóla- og frístundaráð

2301004

225. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 18. október 2023.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2023 - velferðar- og mannréttindaráð

2301003

213. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 17. október 2023.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2023 o.fl. - Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

2301024

140. fundargerð stjórnar Höfða frá 2. október 2023 ásamt fylgigögnum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2023 - Faxaflóahafnir

2301018

234. fundargerð Faxaflóahafna frá 15. ágúst 2023.

235. fundargerð Faxaflóahafna frá 29. september 2023.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:47.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00