Fara í efni  

Bæjarstjórn

1376. fundur 13. júní 2023 kl. 18:00 - 19:31 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Ragnar B. Sæmundsson 2. varaforseti
  • Líf Lárusdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad aðalmaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Lerkigrund 9, Grundasel - sólskáli

2302117

Umsókn um stækkun á sólskála við Grundasel, lóðin Lerkigrund 9 er á ódeiliskipulögðu svæði.



Breytingin var grenndarkynnt samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 26. apríl 2023 til og með 25. maí 2023. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum Lerkigrund 5 og 7, Espigrund 8 og 15 og Einigrund 36.



Engar athugasemdir bárust.



Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja áform um byggingarleyfi sbr. grenndarkynningu.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir útgáfu byggingarleyfi vegna stækkunar sólskála á lóðinni Lerkigrund 9.

Samþykkt 9:0

2.Reynigrund 45 - umsókn til skipulagsfulltrúa grenndarkynning

2304130

Umsókn Benedikts Ö. Eymarssonar varðandi Reynigrund 45 en lóðin er á ódeiliskipulögðu svæði.



Sótt er um að stækka húsið á tveimur stöðum. Umsóknin var grenndarkynnt frá 8. maí til 7. júní 2023, skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Reynigrundar 1, 3, 5, 42, 43, 44, 46 og 47.



Samþykki barst frá öllum aðilum sem grenndarkynnt var fyrir og því lauk grenndarkynningu 1. júní 2023.



Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja áform um byggingarleyfi sbr. grenndarkynningu.



Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni greiðist af lóðarhafa.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir útgáfu byggingarleyfis vegna Reynigrundar 45 (stækkun á tveimur stöðum).

Samþykkt 9:0

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að allur kostnaður sem hlýst af breytingunni greiðist af lóðarhafa.

Samþykkt 9:0

3.Skólabraut 18 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2304138

Umsókn Egils Árna Jóhannessonar um að breyta útliti húss ásamt svölum á suðurhlið hússins.



Byggingarleyfið var genndarkynnt skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagsslaga nr. 123/2010 frá 27. apríl 2023 til 30. maí 2023 fyrir lóðarhöfum við Merkurteig 1 og 4 og Skólabraut 13, 14, 15-17, 19 og 20.

Þrjú samþykki bárust.



Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja áform um byggingarleyfi sbr. grenndarkynningu.
Forseti sem óskar eftir að víkja af fundi vegna tengsla við lóðarhafa. Engar athugasemdir voru gerðar við þá ákvörðun af hálfu fundarmmanna.

EBr, fyrsti varaforseti tekur við stjórn fundarins.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir útgáfu byggingarleyfis vegna Skólabrautar 18 (breyting á útliti húss ásamt svölum á suðurhlið).

Samþykkt 9:0

Forseti tekur að nýju við stjórn fundarins.

4.Kosning í ráð og nefndir tímabilið 2022 - 2026

2206003

Kosningar og tilnefningar í ráð samkvæmt Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar nr. 696/2013.



Samkvæmt samþykktinni skal kjósa til eins árs þrjá aðalmenn og þrjá til vara í bæjarráð, skóla- og frístundaráð, velferðar- og mannréttindaráð og skipulags- og umhverfisráð.
Tilnefningar eru eftirfarandi:

1.1 Bæjarstjórn
Kosning forseta til eins árs samkvæmt sveitarstjórnarlögum og samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.
Fram kom tillaga um að Valgarður L. Jónsson (S) verði áfram forseti bæjarstjórnar.

Samþykkt 9:0

Kosning 1. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs samkvæmt sveitarstjórnarlögum og samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.

Fram kom tillaga um að Einar Brandsson (D) verði áfram 1. varaforseti bæjarstjórnar.

Samþykkt 9:0

Kosning 2. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs samkvæmt sveitarstjórnarlögum og samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.

Fram kom tillaga um að Ragnar B. Sæmundsson (B) verði áfram 2. varaforseti bæjarstjórnar.

Samþykkt 9:0


1.2 Bæjarráð
Kosning þriggja bæjarfulltrúa sem aðalmanna og þriggja varamanna til eins árs samkvæmt sveitarstjórnarlögum og samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.

Fram kom eftirfarandi tillaga:

Aðalmenn, óbreytt:
Líf Lárusdóttir formaður (D)
Valgarður Lyngdal Jónsson varaformaður (S)
Ragnar B. Sæmundsson (B)

Samþykkt 9:0

Varamenn, óbreytt:
Einar Brandsson (D)
Jónína Margrét Sigmundsdóttir (S)
Sædís Alexía Sigurmundsdóttir (B)

Samþykkt 9:0


1.3 Skóla- og frístundaráð

Fram kom eftirfarandi tillaga:

Aðalmenn, með breytingu:
Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður (S)
Liv Aase Skarstad varaformaður (B)
Einar Brandsson (D)

Samþykkt 9:0

Varamenn, óbreytt:
Auðun Ingi Hrólfsson (S)
Magni Grétarsson (B)
Sigríður Elín Sigurðardóttir (D)

Samþykkt 9:0


1.4 Velferðar- og mannréttindaráð

Fram kom eftirfarandi tillaga:

Aðalmenn, óbreytt:
Kristinn Hallur Sveinsson formaður (S)
Einar Brandsson varaformaður (D)
Aníta Eir Einarsdóttir (B)

Samþykkt 9:0

Varamenn, óbreytt:
Sigrún Ríkharðsdóttir (S)
Ragnheiður Helgadóttir (D)
Liv Aase Skarstad (B)

Samþykkt 9:0

1.5 Skipulags- og umhverfisráð

Fram kom eftirfarandi tillaga:

Aðalmenn, óbreytt:
Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður (D)
Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður (B)
Anna Sólveig Smáradóttir (S)

Samþykkt 9:0

Varamenn, óbreytt:
Þórður Guðjónsson (D)
Ragnar B Sæmundsson (B)
Valgarður L. Jónsson (S)

Samþykkt 9:0

5.Vatnsmál norðan Hvalfjarðar

2305245

Framlögð drög að viljayfirlýsingu Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar, Veitna ohf., Faxaflóahafna sf., Elkem og Norðuráls um skipan starfshóps til samráðs um hvernig bæta megi nýtingu ferskvatns og uppfylla þarfir íbúa og atvinnulífs norðan Hvalfjarðar og skoða grundvöll þess að leita sameiginlegra leiða til vatnsöflunar með heildarhagsmuni að leiðarljósi.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir viljayfirlýsinguna.

Samþykkt 9:0

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að skipa Sigurð Pál Harðarson sviðsstjóra skipulag- og umhverfissviðs sem fulltrúa Akraneskaupstaðar í starfshóp samkvæmt viljayfirlýsingunni.

Samþykkt 9:0

6.Launaviðaukar - fjárhagsáætlun 2023

2305162

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 25. maí 2023 viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun ársins 2023 og vísaði til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 6 og ráðstafanir samkvæmt meðfylgjandi fylgiskjali sem eru samkvæmt gildandi fjárhagsáætlun ársins 2023 og hafa ekki áhrif á áætlaða rekstrarniðurstöðu.

Samþykkt 9:0

7.Fjárhagsáætlun 2023 - viðaukar

2302196

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 25. maí 2023 viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun 2023 og vísað til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 7 og ráðstafanir samkvæmt meðfylgjandi fylgiskjali sem eru samkvæmt gildandi fjárhagsáætlun ársins 2023 og hafa ekki áhrif á áætlaða rekstrarniðurstöðu.

Samþykkt 9:0

8.Aðalskipulag Akraness 2021-2033 breyting - Jaðarsbakkar

2305045

Bæjarráð fól bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins á fundi sínum þann 25. maí sl. m.a. að funda með samstarfsaðilum um verkefnið.
Til máls tóku:
Forseti gerir að tillögu sinni að rætt verði um dagskrárliði nr. 8 og nr. 9 í einu lagi og umræður færðar til bókar undir lið nr. 8 en afgreiðsla verði eðli máls samkvæmt bókaðar undir hlutaðeigandi dagskrárliðinum

Engar athugasemdir voru færðar fram af hálfu fundarmanna.

LL, EBr, KHS, VLJ úr stóli forseta, RBS, EBr, LÁS, VLJ úr stóli forseta og RBS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að fyrirliggjandi skipulagslýsing vegna Jaðarsbakka verði auglýst og kynnt.

Samþykkt 8:1, EBr er á móti.

9.Deiliskipulag Jaðarsbakkar

2304154

Bæjarráð fól bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins á fundi sínum þann 25. maí sl. m.a. að funda með samstarfsaðilum um verkefnið.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að fyrirliggjandi skipulagslýsing vegna Jaðarsbakka verði auglýst og kynnt.

Samþykkt 8:1, EBr er á móti.

10.Bæjarráð - umboð í sumarleyfi bæjarstjórnar

2306054

Bæjarstjórn samþykkir að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði þriðjudaginn 22. ágúst nk.



Bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála í samræmi við samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði þriðjudaginn 22. ágúst næstkomandi og að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála á tímabilinu sem bæjarstjórn er í sumarleyfi í samræmi við 50. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar nr. 696/2013.

Samþykkt 9:0

11.Fundargerðir 2023 - bæjarráð

2301002

3535. fundur bæjarráðs þann 25. maí 2023.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2023 - skóla- og frístundaráð

2301004

217. fundur skóla- og frístundaráðs þann 7. júní 2023.
Til máls tóku:
JMS um dagskrárlið nr. 1.
LÁS um dagskrárlið nr. 1.
VLJ um dagskrárlið nr. 1.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2023 - skipulags- og umhverfisráð

2301005

268. fundur skipulags- og umhverfisráðs, þann 5. júní 2023.
Til máls tóku:
GIG um dagskrárliði nr. 1, nr. 2, nr. 3, nr. 4 og nr. 5.
RBS um dagskrárliði nr. 2, nr. 4 og nr. 5.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Fundargerðir 2023 - velferðar- og mannréttindaráð

2301003

205. fundur velferðar- og mannréttindaráðs þann 6. júní 2023.
Til máls tók: KHS um dagskrárlið nr. 2.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Fundargerðir 2023 o.fl. - Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

2301024

138. fundargerð stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis þann 15. maí 2023 ásamt fylgigögnum.
Til máls tók:
EBr um dagskrárliði nr. 1 og nr. 4.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Fundargerðir 2023 - Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynningar

2301031

927. fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. maí 2023.

928. fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 2. júní 2023.
Til máls tók:
EBr um fundargerð 927. fundar, dagskrárlið nr. 1.
EBr um fundargerð 928. fundar, dagskrárliði nr. 1 og nr. 2.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:31.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00