Fara í efni  

Ömmurnar - Myndlistarsýning Önnu Leif Elídóttur

Verið velkomin á sýninguna Ömmurnar í vinnustofu Önnu Leif Elídóttur að Brekkubraut 1, 300 Akranesi. 

Opnun verður laugardaginn 29. október kl. 14.00 til 18.00.
Olíumálverk Önnu Leif verða þar til sýnis. Léttar veitingar.

Aðrir opnunardagar:
Sunnudagur 30. október kl. 14.00 - 18.00.
Mánudagur 31. okt - sunnudagur 6. nóv kl. 18.00 - 20.00.

Ömmurnar er verkefni sem Anna Leif hefur verið lengi með í huga enda ættfræði Íslendingum hugleikin. Anna Leif er útskrifuð frá Listaháskóla Íslands árið 2005 með BA í myndlist. Hún hefur sýnt á fjölda samsýninga en síðasta einkasýning hennar var á Vökudögum árið 2013 í Klukkuturninum að Görðum. 

Anna Leif tók sér fyrir hendur að mála ömmur sínar og langömmur og í ferlinu hefur hún spurst fyrir og fengið margar ómetanlegar sögur um hverja og eina. Hún hefur líka hitt ættmenni sem hún hefði alls ekki kynnst án þessa verkefnis. Ræturnar liggja um allt vestanvert landið frá Suðurnesjum og til Stranda og sögurnar sem fylgja hverri formóður eru ólíkar og fullar af gleði og harmi.

Sýningin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00