Fara í efni  

Galdurinn við að vinna listaverk úr fiskibeini

Philippe Ricart kynnir galdurinn við að vinna listaverk úr fiskibeini föstudaginn 28. október kl. 15-18 á Bókasafni Akraness.

Fiskibein eru forvitnilegur efniviður í fíngerð listaverk, en úr þeim má gera bæði fugla og fígúrur. Philippe Ricart er einn þeirra sem notað hafa fiskibein í verk sín. Philippe er franskur en hefur búið á Íslandi í áratugi. Hann býr á Háholti 11 á Akranesi og er þar með vinnustofu sína. Philippe er fjölhæfur listamaður og leggur  áherslu á að halda við gömlu íslensku handverki og nota íslenskt hráefni eins og kostur er. Hann hefur haldið fjölda sýninga og fengið viðurkenningar fyrir listsköpun sína m.a. Skúlaverðlaunin 2015 á sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00