Fara í efni  

Umhverfisstefna

Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar lítur dagsins ljós – óskað eftir umsögnum

Akraneskaupstaður er um þessar mundir að leggja lokahönd á Umhverfisstefnu kaupstaðarins. Mikilvægur þáttur í því er að fá umsagnir frá fagráðum, stýrihópum, íbúum, fyrirtækjum og öðrum hagsmunaaðilum. Opnað var fyrir umsagnir til og með 14. desember síðastliðinn.

Drög að stefnunni má kynna sér rafrænt hér að neðan ásamt því er hægt að fylla út hjálagt eyðublað til þess að skila inn umsögn.

Akraneskaupstaður stefnir að því að gera sveitarfélagið sem vænlegast til búsetu og atvinnurekstrar fyrir núverandi og komandi kynslóðir með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Markmið stefnunnar er að umhverfis- og loftslagsmál verði í forgrunni í almennri stefnumótun sveitarfélagsins. Sveitarfélagið kappkosti jafnframt að sýna gott fordæmi og hvetja íbúa til að bæta frammistöðu sína á þessum sviðum. Lögð verður áhersla á vandað umhverfi með fallegri bæjarmynd sem hefur jákvæð áhrif á lífsgæði íbúa. Akraneskaupstaður vill bæta umgengni við manngert og náttúrulegt umhverfi þannig að íbúum sé sómi af, ásamt því að auka umhverfisvitund bæjarbúa og gera þá meðvitaðri um kosti þess að búa í hreinu og fögru umhverfi. Sveitarfélagið vinnur að stöðugum úrbótum á eigin frammistöðu á öllum sviðum og hefur þess vegna sett sér umhverfisstefnu.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00