Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

294. fundur 15. apríl 2024 kl. 17:00 - 21:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
  • Lárus Ársælsson umhverfisstjóri
  • Anna María Þráinsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Halla Marta Árnadóttir Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag Jaðarsbakkar og frumhönnun

2304154

Kynning á stöðu vinnu við skipulag fyrir Jaðarsbakkasvæðið.
Undir þessum dagskrálið sátu Guðmunda Ólafsdóttir, Heiðar Mar Björnsson, Eggert Hjelm Herbertsson og Eyjólfur Gunnarsson.

Farið yfir drög af deiliskipulagi Jaðarsbakka. KFÍA óskar eftir frekari rýni á helstu atriðum skipulagsins með stjórn félagsins.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa vinna málið áfram.

Guðmunda Ólafsdóttir, Heiðar Mar Björnsson, Eggert Hjelm Herbertsson og Eyjólfur Gunnarsson véku af fundi eftir þennan dagskrárlið.

2.Brekkubæjarskóli - endurbætur 1. hæðar

2203198

Verkefnastjóri fer yfir stöðu framkvæmda við Brekkubæjarskóla.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar góða yfirferð á stöðu framkvæmda í Brekkubæjarskóla.

3.Grundaskóli C-álma framkvæmd

2309257

Verkefnastjóri fer yfir stöðu framkvæmda í Grundaskóla.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar góða yfirferð á stöðu framkvæmda í Grundaskóla. Ráðið stefnir að vettvangsskoðun á næsta fundi ráðsins og verður bæjarfulltrúum boðið með.

4.Deiliskipulag Akraneshöfn

2306198

Skipulagslýsing fyrir breytingu á deiliskipulagi Akraneshafnar vegna stækkunar. Lýsingin var auglýst með fresti til að skila inn umsögnum til 9. april 2024 í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Umsagnir lagðar fram.
Skipulagsfulltrúi lagði fram umsagnir sem komu við skipulagslýsingu. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

5.Sólskáli hönnun - fyrirspurn arkitektanema

2404003

Fyrirspurn arkitektanemanna Kára Arnarssonar og Brynjars Magnússonar um uppsetningu á sólstofu á Akranesi fyrir almenning. Óskað er eftir fjárveitingu og heimild til byggingar.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir skemmtilega og frumlega hönnun en því miður getur ráðið ekki orðið við erindinu að svo stöddu. Ráðið bendir á hugmyndasöfnun Okkar Akraness sem opnað verður fyrir öðru hvoru megin við áramót 2024-2025.

6.Endurgerð gatna 2024

2308070

Staða á endurgerð gatna og viðhaldi gatna.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að hækka fjárfestingarliðinn viðhald gatna um 70.000.000 kr. meðal annars vegna ástands Akranesvegar og felur sviðstjóra að taka tillit til þess í endurskoðun á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun.

7.Úrgangsþjónusta - Útboð 2024-2030 (sorp)

2401389

Vegna breytinga á sorpflokkun í haust þarf að útvega um 2500 sorpílát fyrir heimilin, þar af um helming tvískipt. Drög að útboðsgögnum fyrir innkaup á sorpílátum kynnt.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir útboðsgögn á sorpílátum vegna breytinga á sorphirðu sveitarfélagsins í haust.

8.Skipulagsgátt - framleiðsla rafeldsneytis á Grundartanga mál til umsagnar

2403147

Óskað eftir umsögn varðandi framleiðslu rafeldsneytis á Grundartanga. Framkvæmdin er á vegum Qair og felst í framleiðslu vetnis og ammoníaks til að nota í orkuskiptum í stað jarðefnaeldsneytis.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi greinargerð skipulagsfulltrúa með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

9.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2024 - 2027

2309268

Staða Fjárfestingaráætlunar 2024 kynnt.
Sviðsstjóri fór yfir stöðu fjárfestinga- og framkvæmdaráætlun 2024- 2027. Málið tekið fyrir að nýju á næsta fundi.

10.Kvörtun - Tjaldsvæðið Akranesi

24042212

Ábending um ástand á tjaldsvæði.
Skipulags- og umhverfisráð felur garðyrkjustjóra að koma með tillögur um lagfæringar á svæðinu.

11.Suðurgata 57 - gamla Landsbankahúsið

2301247

Framtíð fasteignar við Suðurgötu 57.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að vinna gögn vegna sölu á fasteign við Suðurgötu 57.

Fyrir liggur samþykkt í bæjarráði um eftirfarandi nálgun á verkefninu:
- Auglýst verði eftir áhugasömum aðilum til uppbyggingar og til að efla miðbæjarstarfsemi og
mannlíf.
- Suðurgata 47 verði hluti af útboðs/hugmyndar ferlinu.
- Við yfirferð tilboða/hugmynda verði horft annars vegar til verðs og hins vegar til hugmynda
og uppbyggingar á reitnum.

Fundi slitið - kl. 21:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00