Fara í efni  

Sérhæfð ráðgjöf

Auk félagslegrar ráðgjafar veitir félagsþjónustan sérhæfða ráðgjöf til fatlaðra og fjölskyldna þeirra, m.a. í formi stuðningsviðtala og ráðgjafar til fólks úti í þjóðfélaginu sem starfar með fötluðu fólki. Hjá deildinni getur fólk m.a. fengið upplýsingar um rétt sinn til þjónustu en mat á þjónustuþörf er unnið í samvinnu við þá aðila sem í hlut eiga. Samhæfing ýmissa þátta, s.s. skóla, heimilis, tómstunda og vinnu, er nauðsynleg til að þjónustan nýtist sem best. Samstarf er við greiningar- og meðferðaraðila í heimabyggð og á höfuðborgarsvæðinu.

Einstaklingar með lögheimili á Akranesi eða í Hvalfjarðarsveit hafa rétt á að sækja um sérhæfða ráðgjöf. Hægt er að óska eftir viðtali í gegnum heimasíðu Akraneskaupstaðar eða með því að hafa samband við þjónustuver Akraneskaupstaðar í síma 433 1000.

Eftir móttöku umsóknar er umsækjandi boðaður í viðtal hjá starfsmanni félagsþjónustunnar. Í framhaldi af því er umsóknin tekin fyrir á teymisfundi sem afgreiðir umsóknina. Skriflegt svar sendist umsækjanda að afgreiðslu lokinni.

Nánari upplýsingar um sérhæfða ráðgjöf veitir Berglind Jóhannesdóttir berglind.johannesdottir@akranes.is og

Arnheiður Andrésdóttir ráðgjafarþroskaþjálfi bæði í tölvupósti á netfangið arnheidur.andresdottir@akranes.is og í síma 433 1000.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00