Fara í efni  

Heimsending matar og akstur

Heimsending matar

Heimsendur matur er í boði fyrir þá sem ekki geta sjálfir séð um matseld í skemmri eða lengri tíma. Dvalar- og hjúkrunarheimilið Höfði sér um að útbúa matinn og má sjá matseðil þeirra hér. Hægt er að sækja um heimsendingu matar til Laufeyjar Jónsdóttir verkefnastjóra heimaþjónustu í tölvupósti á netfangið laufey.jonsdottir@akranes.is og í síma 433 1000.

Akstursþjónusta

Þeir íbúar Akraneskaupstaðar sem eru 67 ára og eldri, búa sjálfstætt og eru ófærir um nota almenningssamgöngur vegna langvarandi hreyfihömlunar og hafa ekki aðgang að eigin farartæki geta sótt um akstursþjónustu í skipulagt þjónustustarf. Umsóknir um akstursþjónustu skulu berast til verkefnastjóra heimaþjónustu sem metur umsóknir í samráði við félagsmálastjóra. Reglur um ferðaþjónustu fatlaðra og aldraða á Akranesi má finna hér.

Nánari upplýsingar um heimaþjónustu veitir Laufey Jónsdóttir verkefnisstjóri heimaþjónustu bæði í tölvupósti á netfangið laufey.jonsdottir@akranes.is og í síma 433 1000.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00