Fara í efni  

Þjónusta við eldri borgara

Markmið laga um málefni aldraða er að aldraðir eigi völ á þeirri heilbrigðis- og félagslegu þjónustu sem þeir þurfa á að halda og að hún sé veitt á því þjónustustigi sem er eðlilegast miðað við þörf og ástand hins aldraða. Einnig er markmið laganna að aldraðir geti, eins lengi og unnt er, búið við eðlilegt heimilislíf en að jafnframt sé tryggð nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar hennar er þörf. Við framkvæmd laganna skal þess gætt að aldraðir njóti jafnréttis á við aðra þjóðfélagsþegna og að sjálfsákvörðunarréttur þeirra sé virtur.

Þjónusta við eldri borgara er hluti af velferðar- og mannréttindasviði Akraneskaupstaðar og hefur verkefnastjóri heimaþjónustu, í samvinnu við sviðsstjóra og félagsmálastjóra fjölskyldusviðs, umsjón með daglegum rekstri félagslegrar heimaþjónustu, heimsendingu matar, félags- og tómstundastarfi aldraðra og samskiptum við Félag eldri borgara á Akranesi og nágrenni (FEBAN). Verkefnastjóri sinnir almennt uppbyggingu og þróun málaflokksins, fræðslustarfi og kynningu á þjónustu við eldri borgara.

Nánari upplýsingar gefur Laufey Jónsdóttir verkefnisstjóri heimaþjónustu bæði í tölvupósti á netfangið laufey.jonsdottir@akranes.is og í síma 433 1000.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00