Fréttir af fjölskyldu- og velferðarmálum

Breytingar á afgreiðslu húsaleigubóta

Þann 1. janúar 2017 tóku í gildi ný lög um húsnæðisbætur sem samþykktar voru á Alþingi síðastliðið sumar. Lög um húsaleigubætur og hlutverk sveitarfélaganna varðandi afgreiðslu þeirra er því nú fallið út gildi.
Lesa meira

Breyttur útivistartími barna 1. september

Foreldrar og forráðamenn eru minntir á að samkvæmt 92. grein barnaverndarlaga (nr. 80/2002) eru útivistartímar barna og unglinga sem hér segir:
Lesa meira

Laust starf í búsetuþjónustu fatlaðra

Búsetuþjónusta fatlaðra á Akranesi óskar eftir að ráða ábyrga, hressa og skemmtilega einstaklinga til starfa í 80 – 100% stöðu.
Lesa meira

Regnbogafánanum flaggað við skrifstofur Akraneskaupstaðar

Í tilefni af Hinsegin dögum sem fara fram um helgina verður Regnbogafánanum flaggað fyrir utan skrifstofur Akraneskaupstaðar í dag og fram yfir helgi. Með því vilja bæjaryfirvöld sýna samstöðu með mannréttindabaráttu homma, lesbía og transfólks og óskar þeim gleðilegrar hátíðar.
Lesa meira

Svala ráðin sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 7. júlí síðastliðinn að bjóða Svölu Hreinsdóttur starfandi sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs tilfærslu í starf sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs. Er tilfærslan gerð með tilvísun í hæfisreglur stjórnsýslunnar nr. 37/1993
Lesa meira

Félagsstarf aldraðra og öryrkja að Kirkjubraut 40

Félagsstarfið verður með hefðbundnu sniði út júnímánuð. Opið verður alla virka daga frá kl. 13-16. Mánudagar, miðvikudagar og fimmtudagar eru ætlaðir fólki eldri en 67 ára. Þriðjudagar eru ætlaðir fyrir öryrkja.
Lesa meira

Stuðningsfjölskyldur óskast

Óskað er eftir umsóknum frá fjölskyldum / einstaklingum sem vilja gerast stuðningsfjölskyldur fyrir börn með sérþarfir. Stuðningsfjölskylda er hugsað sem hvíldarúrræði fyrir foreldra barna og sem tilbreyting fyrir barnið. Markmið þjónustunnar er að minnka álag á fjölskyldur barna og gefa börnum möguleika...
Lesa meira

Sumarvinna fyrir 17 ára unglinga (f.1999) hjá Vinnuskóla Akraness

Akraneskaupstaður og Vinnuskóli Akraness bjóða unglingum f.1999 með lögheimili á Akranesi vinnu við Vinnuskólann. Vinnan hefst í lok maí og unnið er 35 klst. á viku.
Lesa meira

Störf við liðveislu laus til umsóknar

Laus eru til umsóknar hlutastörf í liðveislu. Starfið felur í sér stuðning og ráðgjöf við fatlað fólk á heimilum þeirra. Óskað er eftir aðila með menntun innan menntunar-, félags- eða heilbrigðisvísindasviða og/eða með víðtæka reynslu á starfi með fötluðum og/eða börnum. Viðkomandi þarf að hafa bílpróf og aðgang að bíl.
Lesa meira

Laust starf á Sambýlinu við Laugarbraut

Laus er til umsóknar um 80 % staða á Sambýlinu við Laugarbraut 8 frá 1. febrúar næstkomandi. Starfið felur í sér stuðning við einstaklinga með fötlun í athöfnum daglegs lífs, á heimili þeirra og við tómstundir. Unnið er á dag-, kvöld- og helgarvöktum (aðra hverja helgi).
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu

Akraneskaupstaður

  • Stillholti 16-18, 300 Akranes
  • Sími 433 1000
  • Fax 433 1090
  • Kt: 410169-4449

Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30  |  Hafa samband