Fara í efni  

Forvarnarstarf

Meginverkefni forvarnarstarfs bæjarins er að stuðla að víðtækum forvörnum fyrir börn frá fæðingu til 18 ára aldurs. Unnið er í samstarfi við alla þá sem koma að málefnum barna og unglinga í bæjarfélaginu. Forvarnir geta verið margháttaðar og beinst að bæði einstaklingum og ólíkum hópum samfélagsins. Það er þó sameiginlegt fyrir forvarnir að þeim er ávallt ætlað að koma í veg fyrir að vandamál nái að þróast hjá einstaklingi eða í samfélaginu í heild. Forvörnum er einnig ætlað að draga úr vandamálum sem eru til staðar eða hið minnsta koma í veg fyrir að vandamálin aukist á einn eða annan hátt.

Akraneskaupstaður hefur samþykkt Velferðarstefnu og til að ná fram þeim markmiðum sem þar eru sett fram fylgir ítarleg aðgerðaráætlun. Meginmarkmið Velferðastefnu Akraneskaupstaðar er að vera leiðarljós fyrir stofnanir og félagasamtök á Akranesi þannig að forvarnarstarf nái til sem flestra þátta sem geta haft áhrif á heilbrigt líferni íbúanna og stuðla þannig að góðri lýðheilsu og velferð.

Akraneskaupstaður á aðild að Saman hópnum sem er samstarfsvettvangur ýmissa stofnana á vegum ríkis og bæjarfélaga og frjálsra félagasamtaka á sviði forvarna. Akraneskaupstaður hefur einnig gert samstarfssamning við Rannsókn og greiningu um úrvinnslu rannsókna á högum og líðan ungs fólks í grunn- og framhaldsskólum. Markmið samstarfsins er að vinna hagnýtar upplýsingar í hendur forvarnarhópa og bæjaryfirvalda til stefnumótunar og áætlunargerðar í málefnum ungmenna.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00