Fara í efni  

Náttúruvernd

LangisandurTil náttúruverndarsvæða teljast annars vegar friðlýst svæði, þ.e. náttúruvætti, friðlönd, þjóðgarðar og fólkvangar og hins vegar svæði á náttúruminjaskrá. Einnig afmörkuð svæði á landi og sjó sem njóta verndar vegna náttúru eða landslags. Um náttúruverndarsvæði gilda lög um náttúruvernd ásamt auglýsingum um einstök svæði í Stjórnartíðindum og sérlögum um verndun einstakra svæða. Með náttúruvernd er dregið úr hættu á að líf, land, sjór, vatn eða andrúmsloft spillist eða mengist, reynt að vernda það sem þar er sérstætt eða sögulegt og stuðla að því að íslensk náttúra fái að þróast eftir eigin lögmálum. Um leið er leitast við að auðvelda umgengni og kynni þjóðarinnar af náttúru landsins og menningarminjum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00