Fara í efni  

Umhverfisverðlaun

Hjá Akraneskaupstað eru árlega veittar umhverfisviðurkenningar. Það hafa verið veittar viðurkenningar fyrir einstaklega fallegar og snyrtilegar einka-, fyrirtækja- og fjölbýlislóðir, í flokki hvatninga- og samfélagsverðlauna, fyrir tré ársins og fallegustu götumyndina. Íbúar hafa tilnefnt í upptalda flokka og skipuð valnefnd hefur einnig tilnefnt og gefið sitt álit. Það er skipulags- og umhverfisnefnd Akraneskaupstaðar sem hefur umsjón með verðlaununum og tekur ákvörðun um hverjir hljóta viðurkenningar hverju sinni.

Viðurkenningar síðustu ára:

Umhverfisverðlaun 2017
 • Afhending umhverfisviðurkenninga fyrir árið 2017Ákveðið var að veita Unni Guðmundsdóttur og Val Heiðari Gíslasyni viðurkenningu fyrir fallega einbýlishúsalóð á Dalsflöt 1.
 • Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi hlaut viðurkenningu fyrir snyrtilegustu fyrirtækjalóðina.
 • Í flokknum ,,hvatningarverðlaun" var ákveðið að veita Hallveigu Skúladóttur og Stefáni Jónssyni viðurkenningu fyrir endurbætur á Mánabraut 9 og Mánabraut 11.
 • Í flokknum "tré ársins" varð hlynur að Vesturgötu 42 hlutskarpastur.
Umhverfisverðlaun 2016
 • Eigendur að Bjargi á Laugarbraut 15, Kristín Guðbjörg Eyjólfsdóttir og Þórólfur Ævar Sigurðsson, fengu viðurkenningu fyrir framúrskarandi umhirðu húss og lóðar í flokknum fallegasta einbýlishúsalóðin.
 • HB Grandi fékk viðurkenningu fyrir snyrtilegustu fyrirtækjalóðina. 
 • Garðar H. Guðjónsson og Kristín Líndal Hallbjörnsdóttir á Grenigrund 30 og Ólafur Páll Gunnarsson og Stella María Arinbjargardóttir  á Sunnuhvoli við Skólabraut 33 hlutu hvatningarverðlaun fyrir fallegar og vel heppnaðar endurbætur á húsum og/eða lóðum.
 • Samfélagsverðlaun hlutu Þóra Elísabet Hallgrímsdóttir og Skógræktarfélag Akraness fyrir óeigingjarnt starf í að efla og hugsa vel um nærumhverfi sitt og bæta þannig gæði þess.
 • Tré ársins var alaskaösp við Vogabraut 44.
Umhverfisverðlaun 2015
 • Í flokknum „falleg einbýlishúslóð“ fengu þrír eigendur viðurkenningu út frá þrenns konar forsendum; fjölbreyttri nýtingu, gróskumikilli ræktun og tegundafjölbreytileika í trjágróðri. Það voru eigendur að Skólabraut 20, Kirkjubraut 21 og Vogabraut 42 sem fengu viðurkenningu í þessum flokki.
 • Í flokknum „snyrtilegasta fyrirtækjalóðin“ fékk Teigur gistiheimili viðurkenningu.
 • Í flokknum ,,hvatningarverðlaun" fengu eigendur að Melteigi 7 og Suðurgötu 126 viðurkenningar fyrir endurbætur á húsum og lóð
 • Í flokknum ,,samfélagsverðalaun" fengu íbúar á Grenigrund viðurkenningu fyrir að sýna frumkvæði og samstöðu með byggingu grillskála á opnu svæði.
 • Einnig fékk Adam Þór Þorgeirsson eigandi að Háholti 5 viðurkenningu fyrir að hafa sinnt viðhaldi húss og lóðar í gegnum tíðina með miklum sóma.
Umhverfisverðlaun 2014
 • Húseigendur að Bjarkargrund 33, Anna Berglind Einarsdóttir og Samúel Ágústsson, fengu viðurkenningu fyrir f
  allega einbýlishúsalóð. 
 • Húseigendur að Steinstaðaflöt 15, Reynir Þorsteinsson og Guðbjörg Árnadóttir, fengur viðurkenningu fyrir fallega einbýlishúsalóð.

Umhverfisverðlaun 2013 
 • Umhverfisviðurkenning 2013Húseigendur að Furugrund 44, Guðmundur Sæmundsson og Ingibjörg Eygló Jónsdóttir, fengu viðurkenningu fyrir framúrskarandi umhirðu húss og lóðar í flokknum fallegasta einkalóðin.
 • Hvatningarverðlaun til fyrirtækja hlaut Gísli Stefán Jónsson ehf. fyrir lóðina að Ægisbraut 11.

Umhverfisverðlaun 2012
 • HB GrandiEigendur að Reynigrund 15, Smári Hrafn Jónsson og Guðbjörg Níelsdóttir Hansen, fengu viðurkenningu fyrir framúrskarandi umhirðu húss og lóðar í flokknum fallegasta einkalóðin.
 • HB Grandi fékk viðurkenningu fyrir snyrtilegustu fyrirtækjalóðina.
 • Fallegasta götumyndin fékk Leynisbraut 7-16.
 • Verkefnið ,,Samfélagsstígurinn á Sólmundarhöfða" fékk viðurkenningu í flokki umhverfisverkefna í þágu samfélagsins.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00