Fara í efni  

Fegrun umhverfis

Hreinsun á LandasandiÞann 25. apríl ár hvert er Dagur umhverfisins haldinn á Íslandi. Af því tilefni fer fram árleg vorhreinsun á Akranesi þar sem Akraneskaupstaður og íbúar bæjarins taka höndum saman og hreinsa bæinn eftir langan vetrardvala. Hreinsunin hefur hingað til farið fram í lok apríl og verið fram í maí. Stofnanir Akraneskaupstaðar, s.s. leik- og grunnskólar eru einstaklega duglegir að halda umhverfinu hreinu og eru umhverfisfræðslur mjög áberandi í skólum Akraneskaupstaðar. 

Hreinsun á LandasandiMikil vitundarvakning hefur verið á Íslandi um mikilvægi þess að halda umhverfinu okkar hreinu og er mikilvægt að umhverfismál þurfa að vera samtvinnuð öllum athöfnum hversdagslífsins, bæði í leik og starfi. Áskorunin er mikil en ávinningurinn er ætíð meiri. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00