Fara í efni  

Leikskólinn Teigasel

TeigaselTeigasel er þriggja deilda leikskóli með um 72 nemendur og um 19 starfsmenn. Skólinn er staðsettur á Laugarbraut 20 og var hann stofnaður 6. september 1998. Í Teigaseli er boðið upp á opinn efnivið í þeim tilgangi að hvetja barnið til gagnrýnnar hugsunar og örva um leið sköpunar- og leikgleði þess. Einnig er komið til móts við þarfir einstaklingsins og honum gefið tækifæri til að vaxa og dafna á jafningjagrundvelli. Leikskólinn hefur það að markmiði að þar starfi glaðir, virkir, ábyrgir, skapandi og gagnrýnir einstaklingar sem beri virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. 

Leikskólastjóri Teigasels er Margrét Þóra Jónsdóttir sem veitir jafnframt upplýsingar um skólann bæði í tölvupósti á netfangið margret.thora.jonsdottir@teigasel.is eða í síma 433-1280.

Nánari upplýsingar um Teigasel má sjá hér á heimasíðu skólans.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00