Fara í efni  

Leikskólinn Garðasel

GarðaselGarðasel er þriggja deilda leikskóli með um 74 nemendur og um 22 starfsmenn. Skólinn er staðsettur á Lerkigrund 9. Garðasel er heilsuleikskóli með áherslu á hreyfingu, holla næringu og listsköpun í leik og starfi. Í Garðaseli er áhersla á jákvæð og uppbyggjandi samskipti og starfar hann eftir hugmyndafræðinni Uppeldi til ábyrgðar - uppbygging sjálfsaga. Í leikskólanum er lögð áhersla á gæði í samskiptum og að bæði börn og starfsfólk tileinki sér ákveðin lífsgildi sem leggja grunn að velliðan einstaklingsins í samskiptum við aðra. Í nútímasamfélagi er mikilvægt að tileinka sér víðsýni, umburðarlyndi, jákvæðni, hjálpsemi, gleði og vináttu svo eitthvað sé nefnt. Einkunnarorð skólans eru "Lífið er leikur" og kjörorð hans eru "Hreyfing-næring og gæði í samskiptum." 

Leikskólastjóri Garðasels er Ingunn Ríkharðsdóttir sem veitir jafnframt upplýsingar um skólann bæði í tölvupósti á netfangið ingunn.rikhardsdottir@gardasel.is eða í síma 433-1240.

Nánari upplýsingar um Garðasel má sjá hér á heimasíðu skólans.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00