Tómstundaframlag

Fimleikafélag AkranessAkraneskaupstaður styrkir frístundaiðkun allra barna og unglinga á aldrinum 6-17 ára sem hafa skráð lögheimili á Akranesi. 

Við skráningu barna hjá Íþróttabandalagi Akraness í gegnum kerfi sem heitir Nóri er hægt að ráðstafa framlaginu og skipta því einnig á milli íþróttafélaga, æfi viðkomandi fleiri en eina grein.  Árið 2017 er tómstundaframlagið kr. 25.000 en sú upphæð getur tekið breytingum á milli ára við fjárhagsáætlunargerð. Framlaginu er einnig hægt að ráðstafa í Tónlistarskóla Akraness og þarf að skila útfylltu umsóknareyðublaði í þjónustuver Akraneskaupstaðar noti viðkomandi framlagið þar. 

Markmið þessarar niðurgreiðslu er að hvetja börn og unglinga til að finna sér frístund sem hentar hverjum og einum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu

Akraneskaupstaður

  • Stillholti 16-18, 300 Akranes
  • Sími 433 1000
  • Fax 433 1090
  • Kt: 410169-4449

Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30  |  Hafa samband