Sumarstarf fyrir börn og ungmenni 2016

Skapandi skrif, ritsmiðja fyrir börn í júní  - skráning hafin

Bókasafn Akraness býður börnum á aldrinum 9-12 ára að taka þátt í ritsmiðju 7.-10. júní. Leiðbeinandi verður Guðríður Haraldsdóttir blaðamaður og bókaormur og Ásta Björnsdóttir, bókavörður. Ritsmiðjan verður kl 9:30 -12.00. Skráning og upplýsingar eru á Bókasafni Akraness, Dalbraut 1, netfang bokasafn@akranes.is eða síma 433 1200. Ekkert þátttökugjald. Finndu okkur á Facebook! 

Verkefnið er styrkt af Uppbyggingasjóði Vesturlands


Sumarstarf í Þorpinu

Frá 13.-24. júní verður Frístundamiðstöðin Þorpið með sumarstarf (Gaman-saman) fyrir börn fædd 2003-2006. Boðið verður uppá fjölbreytta og skemmtilega sumardagskrá með mikilli útiveru og skapandi starfi. Starfið verður þematengt eftir vikum:  vísindavika, ævintýravika og fjallavika. Einnig verða smíðavöllur, listasmiðja, sundferðir, útileikir, fjöruferðir, hjólaferðir og margt fleira. Í hverri viku verður farin ein vettvangsferð (með strætó) út fyrir Akranes. Það er hægt að skrá sig á allt tímabilið eða á vikur. Starfið er frá kl. 9.00 til 16.00. Skráning og fleiri upplýsingar má finna hér eða hjá umsjónarmanni Ruth Jörgensdóttir í tölvupósti eða í síma 433-1250/433-1252.


Leikjanámskeið Skátafélags Akraness og Akraneskaupstaðar

Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá á námskeiðunum og engin tvö námskeið verða eins. Á námskeiðunum verður meðal annars farið í sund, ferðir um bæinn okkar, ferðir utan Akranes, farið í leiki, brjóstsykurgerð og fleira. Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal í lok námskeiðs. Hér má skoða bækling sumarstarfs Skátafélagsins nánar.

Umsjón með námskeiðunum hafa þær Inga Þóra Lárusdóttir og Maren Leósdóttir. Skráningar og fyrirspurnir fara fram í tölvupósti á netfangið skraning2016@gmail.com


Einu sinni var ... Sumarlestur 2016

Að venju býður Bókasafn Akraness upp á Sumarlestur fyrir börn á aldrinum 6 – 12 ára. Markmiðið með sumarlestri er að hvetja börn til lesturs, til að njóta góðra bóka og ekki síður til að viðhalda og auka færni sína í lestri milli skólaára. Börnin skrá sig til leiks frá 1. júní og lestrinum lýkur 5. ágúst. Þema í ár er fótbolti og horfum við til EM keppninnar sem fer fram núna í sumar.  Þann 3. júní kl 14:00 kíkir Gunnar Helgason í heimsókn á bókasafnið og les fyrir börnin. Þegar börnin skrá sig til þátttöku í sumarlesturinn fá þau afhenta lestrardagbók. Í hana skrá þau þær bækur sem þau lesa í sumar. Börnin fá stimpil í dagbókina sína og „bókamiða” til að festa í fótboltamarkið. 

Bókasafnið verður í samstarfi við Skessuhornið, sem birtir vikulega stutt viðtal við Lesara vikunnar, meðan á lestri stendur. Lestrinum lýkur formlega 10. ágúst með „Húllum-hæ“ hátíð í Bókasafni Akraness þar sem farið verður í skemmtilega leiki og nokkrir heppnir þátttakendur verða dregnir úr þátttökupottinum og hljóta glaðning frá styrktaraðilum. Sumarlestur er ókeypis, skráning er nauðsynleg og foreldrar eru beðnir um að fylgjast með að bókum sé skilað á réttum tíma, svo koma megi í veg fyrir vanskilasektir. Þetta er í ellefta sinn sem Bókasafn Akraness stendur fyrir Sumarlestri. 


Knattspyrnuskóli ÍA og Krónunnar sumarið 2016

Knattspyrnuskóli ÍA verður starfræktur í sumar fyrir aldurinn 6-14 ára. Skólastjóri verður Skarphéðinn Magnússon, þjálfari 6.fl og 7.fl karla. Auk hans munu leikmenn meistaraflokks karla og kvenna kíkja í heimsókn. Einnig má búast við óvæntum gestum. 

Æfingatímar verða mánudaga-föstudaga frá kl. 13-15 og sex vikur verða í boði:

 • 1. vika: 20.-24. júní
 • 2. vika: 27. júní - 1. júlí
 • 3. vika: 4.-8. júli
 • 4. vika: 11.-15. júlí
 • 5. vika: 18. -22. júlí
 • 6. vika: 8.-12. ágúst

Þátttökugjald á námskeiðunum eru sem hér segir:

 • 1 vika: 5.000 kr.
 • 2 vikur: 7.500 kr.
 • 3 vikur: 9.500 kr.
 • 4 vikur: 11.500 kr.
 • 5 vikur: 13.500 kr.
 • 6 vikur: 15.500 kr.

Æfingar yngstu flokka verða fyrir hádegi í sumar og því verður Knattspyrnuskólinn eftir hádegi frá klukkan 13-15. Á föstudögum endum við vikuna með grilli og glaðningi. Skráning í Knattspyrnuskólann er á Nóra, www.kfia.is (skrá iðkanda) og á skrifstofu KFÍA frá 10-12 eða í síma 433-1109.


Sundnámskeið

Sundnámskeið fyrir börn fædd 2010, 5 tíma námskeið, er frá 13. júní nk. í samstarfi við leikskólana á Akranesi. Sundnámskeið fyrir börn fædd 2006-2009, 5 tíma námskeið frá 13. júní. Nánari upplýsingar veitir Hildur Karen hildurkaren@sundfelag.com


Golfleikjanámskeið 

Golfleikjanámskeiðið er ætlað öllum stelpum og strákum á aldrinum 6 til 10 ára (fæddum 2006 til 2010). Markmið Golf leikjanámskeiðsins er að taka á móti stelpum og strákum sem vilja kynna sér íþróttina og ná árangri í golfi. Áherslan verður á golftengda og almenna leiki, og gott og skemmtilegt golf leikjanámskeið þar sem krakkarnir öðlast færni sem gerir þau að betri kylfingum.  Kennt verður á æfingasvæðum GL og litla Garðavellinum sem er 6 holu par 3 völlur. Hægt er að fá lánaðan búnað á meðan á námskeiðinu stendur. Allir sem ljúka námskeiðinu verða skráðir í GL þeim að kostnaðarlausu. Námskeiðunum lýkur með pylsuveislu og viðurkenningarskjali frá GL. Námskeiðið stendur yfir frá  kl. 9:00 -12:00 og koma börn með nesti með sér. 

Námskeið:

 • 1. námskeið 7.-10. júní
 • 2. námskeið 13.-16. júní
 • 3. námskeið 20.-24. júní
 • 4. námskeið 27. júní-1. júlí
 • Frí á golf leikjanámskeiðum 4.-8. júlí
 • 5. námskeið 11.-15. júlí
 • Frí á golf leikjanámskeiðum 18. júlí til 5. ágúst
 • 6. námskeið 8.-12. ágúst

Gjaldskrá:

 • 4 daga námskeið 4.000 kr.
 • 5 daga námskeið 5.000 kr.
 • Greiða þarf áður en námskeið hefst.

Skráning fer fram hér í Nóra en einnig er hægt að ganga frá skráningu með tölvupósti á leynir@leynir.is. Skráning hefst 30. maí.


 

Gert er ráð fyrir að hér muni bætast við fleiri sumarstörf eftir því sem líður að sumri. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu

Akraneskaupstaður

 • Stillholti 16-18, 300 Akranes
 • Sími 433 1000
 • Fax 433 1090
 • Kt: 410169-4449

Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30  |  Hafa samband