Fara í efni  

Gaman saman

Gaman saman

Gaman saman er tómstundastarf fyrir 10 – 12 ára börn (5. – 7. bekkur) og fer fram alla virka daga kl.14:00 – 16:00. Í Gaman saman er boðið upp á klúbbastarf, styttri námskeið og Fjölsport. Markmið Gaman saman er að efla virkni og samskipti barna, vinna gegn félagslegri einangrun og stuðla að þátttöku allra barna í samfélaginu og öllu því sem það hefur uppá að bjóða. Unnið er að þessum markmiðum í gegnum skipulagt og faglegt tómstundastarf þar sem börnin fá tækifæri til að upplifa það að hafa „gaman saman“ og skynja fjölbreytileika mannlífsins sem eðlilegan hlut. Gert er ráð fyrir fjölbreyttum hópi barna og lögð áhersla á að öll börn geti tekið þátt í starfinu á sínum forsendum. Gaman saman teymi, sem samanstendur af börnum og starfsfólki, skipuleggur dagskrána hverju sinni.

Fjölsport

Fjölsport er fjölbreytt og skemmtilegt íþróttanámskeið fyrir öll börn í 5. – 7. bekk.  Fjölsport er samstarfsverkefni Þorpsins og ÍA.  Börnin fá tækifæri til þess að kynnast hinum fjölmörgu íþróttagreinum sem í boði eru á Akranesi.  Lögð er áhersla á að efla áhuga barnanna á íþróttaiðkun þar sem allir geta tekið þátt á sínum forsendum. Fjölsport æfingar eru á þriðjudögum kl. 14:55 – 15.55 í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum.

Frekari upplýsingar um Gaman saman veitir Ruth Jörgensdóttir, bæði í tölvupósti og í síma 433 1252Hægt er að fylgja Gaman saman á Facebook.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00