Fara í efni  

Íþróttir og tómstundastarf

Símamót 2013Á Akranesi er boðið upp á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf sem nær til allra aldurshópa. Íþróttamannvirki á Akranesi eru annars vegar á Jaðarsbökkum og hins vegar í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Á Jaðarsbökkum er m.a. að finna fjölnota Akraneshöll, sundlaug með rennibraut, aðalleikvang bæjarins og íþróttahús. Á Jaðarsbökkunum sjálfum eru síðan fjölmargir knattspyrnuvellir sem njóta mikilla vinsælda á sumrin. Í íþróttahúsinu við Vesturgötu fer fram fjölbreytt starfsemi en þar æfir t.d. fimleikafélagið aðallega.

Forstöðumaður íþróttamannvirkja er Hörður Jóhannsson og veitir hann nánari upplýsingar um mannvirki bæði í tölvupósti og í síma 433 1100. Íþróttafulltrúi ÍA er Hildur Karen Aðalsteinsdóttir sem veitir jafnframt nánari upplýsingar um íþróttastarf ÍA bæði í tölvupósti og í síma 867 5602.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00