Fara í efni  

Samþykkt breyting á deiliskipulagi fyrir Breiðarsvæði – Breiðargata 8, 8A og 8B

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti 28. febrúar 2017 breytingu á deiliskipulagi Breiðarsvæðis vegna Breiðargötu 8, 8A og 8B. Tillagan var auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagssaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir, verið send umsögn bæjarstjórnar.

Eftirfarandi breytingar hafa m.a verið gerðar á tillögunni frá því hún var auglýst:

 • Hámarkshæð húsa var lækkuð úr 13 metrum í 12 metra.
 • Landfylling minnkuð úr 4.000 fermetrum í 3.500 fermetra og áréttað að hún falli undir lið 10.23 í viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda.
 • Bætt er inn í greinargerð texta um að óheimilt sé að veita byggingarleyfi fyrir áfanga 1 nema að undangenginni rannsókn á skráðum minjum, en ítarleg deiliskráning á fornminjum fór fram að lokinni auglýsingu tillögunnar, dags. desember 2016.
 • Bætti inn í greinargerð texta um frágang frárennslis fyrir veitingu byggingarleyfis.
 • Bætt inn í umhverfisskýrslu umfjöllun um frárennsli frá verksmiðjunni.
 • Bætt var inn í umhverfisskýrslu umfjöllun um áhrif breytingarinnar þ.m.t. landfyllingar á útivist, gönguleiðir, aðgengi og menningarminjar.
 • Bætt er inn í greinargerð ákvæði um mikilvægi hönnunar bygginga á svæðinu, að ásýnd og umfang þeirra verði mismunandi og taki mið að staðsetningu.

Deiliskipulagsbreytingin er samþykkt með ofangreindum breytingum frá því að deiliskipulagsbreytingin var auglýst. Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagins í B-deild Stjórnartíðinda. Hér má skoða auglýsinguna í B-deild Stjórnartíðinda.

Meðfylgjandi eru helstu gögn málsins


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin alla virka daga
  kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30