Fara í efni  

Innanbæjarstrætó

Strætó AkranessÁ Akranesi er frítt í innanbæjarstrætó sem ekur alla virka daga frá 7.10 - 18.00. Enginn akstur er um helgar. Rekstraraðili strætisvagnsins er Hópferðabílar Reynis Jóhannssonar ehf. sem gefa allar nánari upplýsingar um ferðir vagnsins í síma 433 8800.

Strætisvagn Akraness - kynning á breyttri akstursleið

Þann 1. janúar 2015 tóku í gildi breytingar á akstursleið strætisvagns Akraness sem samþykktar voru í bæjarráði þann 27. nóvember 2014. Samkvæmt fyrrgreindum breytingum var ferðafjöldi aukinn um eina ferð. Tilgangur breytinganna var fyrst og fremst að bæta aðgengi íbúa að mikilvægri almannaþjónustu sem er austast við Smiðjuvelli en núgildandi akstursleið strætisvagnsins liggur alllangt frá svæðinu.

Akstursleiðarnar urðu tvær, annars vegar morgunferð frá kl. 07:10-9:40 og hins vegar seinni ferð frá kl. 11:15-17:45. Breytingin á milli þessara akstursleiða felst í því að akstri í seinni ferð var hætt um Jörundarholt, Suðurgötu og Vitateig en þess í stað ekið austur Þjóðbraut frá Esjutorgi og tilbaka. Einnig var sú breyting á leiðinni að Akratorgi að ekið verður vestur Merkigerði að Vesturgötu og upp Skólabraut að Akratorgi.

Á yfirlitskorti eru akstursleiðarnar sýndar ásamt staðsetningu biðstöðva og hefur aksturleiðum verið skipt upp í tvo mislita leiðarhluta. 

Hérna má sjá tímatöflu vagnsins en þess má geta að frá 1. júní til 1. september falla niður ferðir kl. 15.45 og kl. 16.06. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin alla virka daga
    kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30