Fara í efni  

Samgöngur

AkranesSamgöngur eru mikilvægur málaflokkur á Akranesi líkt og í öðrum sveitarfélögum. Skipulags- og umhverfissvið hefur umsjón með þessum málaflokki innan stjórnsýslunnar. Að Akranesi liggja stofnvegirnir Akrafjallsvegur, vegur nr. 51, og Akranesvegur, vegur nr. 509. Innnesvegur, vegur nr. 503, er eina gatan innanbæjar sem er í umsjá Vegagerðarinnar. Stofn- og  tengivegir  innanbæjar eru  að  öðru  leyti  í umsjá  Akraneskaupstaðar. 

Akraneskaupstaður hefur einnig umsjón með opnum svæðum, göngu- og hjólastígum, útivistar- og skógræktarsvæðum og ýmsum frágangi, ekki síst í hinum nýju hverfum bæjarins. Auk þess er stöðugt unnið að endurbótum og viðhaldi á gangstéttum og götum víða um bæinn.

Strætósamgöngur eru á Akranesi og eru þær talsvert mikið notaðar, ekki síst af skólafólki. Akranes er auk þess tengt leiðakerfi Strætó bs. og ganga vagnar á milli Akraness og Reykjavíkur oft á dag. Sjá nánar um innan- og utanbæjarstrætó hér til hliðar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00